Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 10

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 10
10 LANDSTJÓRN. þingismenn, skólapilta og kaupafólk, en það cru þcir farþegar, sem sjer í lagi eru bundnir við vissan tíma. Svo hafa og bæði fardagar og komustaðir skipsins þótt óhagkvæmir fyrir innan- landsverzlunina. far á móti er svo að sjá sem dönskum kaup- mönnum, er verzla á íslandi, hafi þótt ferðaáætlunin haganleg. íslendingar í Kaupmannahöfn kvörtuðu yfir henni við stjórnina, og reyndu að fá ráðna bót á henni, en þá spilltu kaupmenn fyrir málinu, og töldu svo um fyrir stjórninni, að hún ljet allt sitja við sama, og það þrátt fyrir það, þótt landshöfðingi væri meðmæltur breytingunni. Sömuleiðis hefur það verið fundið að því skipi, sem til ferðanna var haft (Díönu), að það væri kola- frekara en svaraði farmrúmi þess. Hin dýrari lypting hefur þótt óþariiega stór, en hin ódýrari of lítiL Fargjald og fararbeini hefur og þótt óþarflega dýr, og það svo, að t. d. kaupafólki væri varla tilvinnandi að ferðast með því, með því að mikill hluti kaupgjaldsins gengi í kostnað. J>rátt fyrir alla þessa galla not- uðu þó margir skipið til miOiferða, bæði kaupafólk og aðrir, er fóru milli hafna, ýmist í erindagjörðir eða skemmtiferðir. par á móti var vöruflutningur hafna á milli eigi mikill. Helzt er þess að geta, að talsverður fiskur var fluttur frá Norðurlandi á Suðurland, þar sem fiskileysið hefur verið. Peningabreytingin hafði eigi algjörlega komiztíkring árið 1876, því að enn var nokkuð eptir af hinum eldri pening- um; var fresturinn til að veita þeim móttöku því enn lengdur til nóvemborloka 1877. Jafnaðarsjóðsgjaldið var nú í suðuramtinu 38 aur- ar, í vesturamtinu 42 aurar, í norður- og austuramtinu 20 aur- ar. Meðalverð allra meðalverða var eptir verðlagsskránni: alinin í Skaptafellssýslu ......................................50 aur. - hinum sýslum suðuramtsins ............................59 — - Mýra- Snæfellsness- Hnappadals og Dalasýslum . . 62 — - Barðastrandar- og Strandasýslum...................60 — - ísafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað.............66 — - Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum..................56 — - Eyjafjarðar- og pingcyjarsýslum og Akuroyrarkaupstað 54 — - Múlasýslunum . . . .............................. . 58 —

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.