Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 26

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 26
26 ATVINNUVEGIR. nokkurstaðar. Ástandið er enn mjög ískyggilegt, og fari sama fram lengi með aflaleysið, er hætt við að eigi verði við- ráðið með samskotum einum. Greindir menn og góðviljaðir hafa lagt það til, að íbúar hjeraða þessara yrðu styrktir til að koma upp þilskipa útveg, er reynzt hefur miklu áreiðanlegri bjargarstofn en smáskipaveiðar, en það hefur farizt fyrir til þessa. |>ess skal getið hjer um leið, að samskotafje það, er kom úrDanmörku, Noregi og Englandi til hjálpar þeim, er biðu tjön af eldgosunum 1875, og sem landshöfðingi fjekk til um- ráða og úthlutunar, var alls 46,633 kr. 96 a. Af þeim fengu 17 búendur í Jökuldal, er urðu að flytja sig af jörðunum sakir öskufallsins, 10,000 kr., eigandi Reykjahlíðar við Mývatn 500 kr. fyrir skemmdir á landi jarðarinnar, og Múlasýslurnar báðar í skaðabœtur fyrir minni skemmdir rúmlega 21,000 kr.; þá voru eptir tæpar 15,000 kr.; fyrir þær voru keypt ríkisskuldabrjef, að upphæð 16,500 kr. Úr þeim var myndaður sjóður til styrkt- ar, er önnur eins eldgos eða þvílík bera að höndum hjer á landi, en vöxtum af sjóðnum skal verja til að efla landbúnað í Múlasýslum og önnur fyrirtæki þar til almenningsheilla. Slysfarir urðu nú í mesta lagi, bæði á sjó og landi, sakir illviðranna, er gengu um veturinn og eins haustið eptir. Mestar urðu slysfarirnar þó á sjó, og hlekktist mörgum skipum á. 11. marz lagði þiljubáturinn Hekla frá Kaupmannahöfn og átti að fara hingað til lands til þorskveiða; hefur eigi spurzt til hans síðan; á honum voru 4 menn íslenzkir, og formaðurinn var Jón Bjarnason, sá er getið var um í fyrra árs frjettum að leyst hefði af hendi stýrimanns próf með fágætum orðstír. 2. apríl (2. páskadag) rak íslenzkt kaupfar í strand við Mýrdalssand í ofsaveðri og brotnaði í spón. Skipverjar voru 6 og komust allir í land; þetta bar til fjarri mannabyggðum, en hríð var dimm, og frost og ofviðri mikið; urðu 4 skipverjar úti þar á sandinum; einn þeirra var eigandi skipsins, Hákon kaupmaður Bjarnason frá Bíldudal; þar Ijezt og annar maður íslenzkur, Sigurður Bjarnason að nafni, söðlasmiður. Skipstjóri og stýrimaður, danskir rnenn, komust til mannabyggða (að Höfðabrekku) eptir 38 stunda hrakning í hinu mesta illviðri. Fiskiskúta úr Reykj-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.