Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 25

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 25
ATVINNUVEGIR 25 reist að bjálpa til hlítar svo mörgum, sem með þurftu. Álpt- nesingar og Akurnesingar fengu lán úr landssjóði, en það hrökk hvergi nærri til, og horfði til hinna mestu vandrœða, hallæris og hungurdauða, þar eð fjölda-mörg heimili í öllum þeim byggðarlögum, er talin hafa verið, voru alveg bjargþrota. Hvorki stjórn nje þing gjörðu neinar ráðstafanir til að afstýra vand- ræðunum, en einstakir menn gjörðu víða ýmsar tilraunir til þess. í Reykjavík sýndu margir embættismenn og efnamenn viðleitni til þess að ráða úr þessu, bæði með gjöfum og með því að sjá fátæku fólki fyrir atvinnu. Nokkrar heldri konur í bæn- um stofnuðu og í því skyni tóvinnufjelag, er varð að góðu liði, það sem það náði til. Sömuleiðis var þar haldinn bazar og tombóla; ágóðinn af því varð rúmar 1000 kr., og var þeim varið til bjargræðis hinum bágstöddustu bœjarbúum. í öðrum hjeruðum og landsfjórðungum tóku menn sig víða saman um, að skjóta saman fje handa hinum nauðstöddu hjeruðum, og urðu þau samskot talsverð ýmist í sauðfjenaði eða peningum. þ>css er getið í fyrra árs frjettum, að ísfirðingar gáfu í þessu skyni um 2000 kr.; nú bœttu þeir aptur við, og fleiri Vestfirð- firðingar; ýmsir menn á Norðurfandi sendu og talsverðar gjafir. Austíirðingar minntust þess og, hve vel þeim hafði orðið til, er áfellið dundi yfir þá 1875, og hve fljótt þeir rjettu við aptur, og sendu þeir nú drjúgan skerf eða nokkrar þúsundir krónur þeim hjeruðum, er hallærið vofði nú yfir. Hjeruð þau, er nær lágu, ljétu heldur eigi sitt eptir liggja. þ>annig sendu Mýra- menn Akurnesingum 1000 kr. virði í sauðfje og peningum, og Árnesingar og Rangæingar Gullbringusýslubúum nokkur þúsund króna virði einnig í fje og peningum o. fl. Marga fleiri mætti og telja, en eigi hafa greinilegar skýrslur enn verið samdar um öll samskotin. Allar þessar gjafir til samans voru álitlegur styrkur og komu að góðu liði, en hjer þurfti líka mikils með. Raunar var kvartað yfir því, að misheppnazt hefði að gjöra gjafirnar í sauðfje sem arðsamastar fyrir þiggendur, og óþarf- lega hefði gengið í kostnað til að sœkja það o. fl., en allt fyrir það má þó ætla, að gjafirnar yfir höfuð hafi gjört það að verk- um, að afstýra ströngu hallæri og hungurdauða; því að þó að fast hafi aðsorfið, hefir þó eigi frjetzt, að svo langt hafi rekið

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.