Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 9

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 9
LANDSTJÓRN. 9 talsverðri óánœgju hjd mörgum í sumum greinum, sjer í lagi að því leyti sem þau banna haustveiði, sem sumstaðar er aðalveið- in, og kalla sig með þessu svipta eignarrjetti gagnstœtt stjórn- arskránni. Sögur hafa og farið af því, að lögum þessum hafi verið alllítið skeytt sumstaðar, ekki síður en binum eldri veiði- lögum. Káðgjafi íslands hefur úr landssjóði veitt hinu konung- lega danska landbúnaðarfjelagi 500 kr. styrk upp í kostnað þann, er leiddi af því, að það ljet Feilberg jarðabótafrœðing gjöra búfrœðislegar rannsóknir á íslandi sunnanverðu sumarið 1876. Sami maður ferðaðist nú um Norðurland í sama skyni fyrir sama fjelag, og hjet ráðgjafinn að greiða helming kostnaðarins, þó ekki fram úr 1000 kr. Um árangur ferða þessara er ekki kunnugt. Vegabœtur á fjallvegum voru nú gjörðar á nokkr- um stöðum, svo sem á Öxnadalsheiði, Vatnsskarði, Holtavörðu- heiði og á veginum yfir Svínahraun á Hellisheiðarveginum. A þessum vegi, er síðast var nefndur, var reist sæluhús úr steini á Kolviðarhóli undir Hellisskarði. Sæluhús þetta var að mestu gjört af samskotafje, er safnazt hafði úr sveitum þeim, er helzt hafa gagn af veginum. Af stórkostlegum brúagjörðum hafa ekki farið sögur, og því síður er nokkurs að geta um minni háttar vegabœtur í byggðum. Á póstgöngunum á landi varð nú enn að vanda nokkur breyting, svo og á póstafgreiðslustöðum og brjefhirð- ingastöðum, en engin af þessum breytingum var svo þýðingar- mikil, að taka þyki að greina frá því. Kvartað liefur verið um vanskil, og einkum mjög sein skil á brjefum og póstsendingum ásamt annari óreglu, einkum á póstleiðinni suðaustan til á land- inu (rnilli Prestsbakka og Seyðisíjarðar). Póstferðirnar á sjó eða gufuskipsferðirnar umhverfis landið hafa menn og að ýmsu leyti verið miður ánœgðir með, og þóttu þær koma að minni notum en til var ætlazt og við var búizt, einkum sakir þess, að ferðum strandsiglinga-skipsins var hagað á óhentugan hátt fyrir landsbúa. J>að er fundið hefur verið að ferðaáætlun- inni, er fleira en skýrt verði frá í fám orðum, en aðalatriðið var það, að fardagar skipsins væru á óhentugum tíma fyrir al-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.