Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 16

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 16
16 ATVINNUVEGIR. hríðar með miklu frosti og fannkomu yfir Norðurland og Aust- urland. f>á urðu bæði mannskaðar og íjárskaðar víða, og sömu- leiðis sleit upp skip og báta fyrir mörgum. í hinum lands- Qórðungunum lögðust harðindin eigi að fyr en með jólaföstu; þá gengu snjóar miklir um tíma, svo að haglaust varð; nokkuð hlýnaði raunar aptur og tók upp jörð sumstaðar, en þó var víð- ast fremur hart veður og hryðjusamt allt til ársloka. Eigi þótti grunlaust um, að eldur mundi einhverstaðar uppi vera um haustið. Milli ofsaveðranna í októbermánuði fannst á Austfjörðum volgur vindur standa af fjöllura, og hugðu menn stafa af jarðeldi. J>á urðu menn og varir öskufalls, svo að jarðrót gránaði, og sumir þóttust lieyra dynki sem af elds- umbrotum. Um sama leyti fundust jarðskjálftar sumstaðar norðanlands, og aptur nokkru síðar, einkum í Bárðardal. Var gizkað á, að enn væru eldsumbrot í Dyngjufjöllum, en að öðru leyti hafa eigi í þetta sinn farið sögur af jarðeldum. Heyskapur landsmanna varð nú að öllu samtöldu minni en í meðalári. Sökum vorkuldanna, ergengu nálega um allt land, var grasvöxtur eigi orðinn mikill, þegar heyannir byrj- uðu, og var þó víða tekið til sláttar í seinna lagi. J>ó rœttist nokkuð úr þessu sunnanlands og vestan, svo að óvíða varð þar grasbrestur til muna. Tún urðu þar í meðaliagi. Harðlendi utantúns spratt mjög seint, en varð að lokum í betra lagi. Aptur voru mýrlendi og votengi venju fremur snögg. Miklu meiri grasbrestur var norðan- og austanlands, einkum á vot- lendum engjum. Nýting á heyjum fór eptir veðuráttunni. Syðra og vestra varð hún ágæt um túnaslátt og framan af engjaslætti, eða þangað til brá til rigninganna í september; úr því hröktust hey manna meira eða minna, og varð heyskapur- inn endasleppur. Nyrðra og eystra var þvert á móti; þar nýtt- ust hey illa framan af, en vel síðari hluta engjasláttar. Hey- forðinn varð að haustinu til í minna lagi hjá mörgum, með því líka að fyrningar voru litlar frá vetrinum áður, og hey höfðu víða verið gefin upp. Af jarðabótum hafa í þetta sinn eigi farið mikfar sögur. Vorkuldarnir ullu því einnig, að seint var tekið til slíkra verka, með því að klaki var lengi í jörð; og haustið var

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.