Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Page 42

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Page 42
42 FRÁ ÍSLENDINGUM í VESTURHEIMI. leitaði fiskurinn í djúpið, og rjenaði þá aflinn um tíma; þó fiskaðist nokkuð allt sumarið, einkum er á leið, því að þegar tók að kólna í veðri, leitaði fiskurinn aptur að löndum. |>ó að bjargrœðisvegir nýlendumanna gengju þannig vel, voru þeir þó margir í miklum skuldum. Stjórnin hafði lánað þeim stórmikið fje til að búa um sig; þeir sem komið höfðu árið 1876 urðu margir að lifa á láni um vetrartímann, og sömuleiðis þurftu þeir lán til að kaupa fyrir fjenað, útsæði og akuryrkjutól; en lánað er með vægum skilyrðum og frestur langur, svo að von- andi er, að það geti orðið endurborgað þegar krafizt verður. Aðbúnaður allur var í fyrstu mjög ófullkominn, og húsakynnin eigi góð; voru fyrst hreysi hlaðin úr bjálkum í flýti, en smám- saman gátu nýlendumenn farið að koma upp betri húsakynnum. Vegur var nú lagður yfir nýlenduna sunnan frá Manitobalanda- mærum og allt norður þangað er heitir Huldunes. Sá vegur er 45 mílur enskar. Landið alltvar mælt haustið 1876. Við mynnið á íslendingafljóti, er kemur í vatnið Winnepeg, var mælt út bœjarstœði; var ráðgjört að reisa þar verzlunarbúðir, og þótti líklegt að þar mundi rísa borg er fram liðu stundir. Sá bær skal heita Sandvík. Annað bœjarstœði var mælt út ofar mcð fljótinu, og skal þar heita Lundur. í septembermánuði áttu nýlendumenn góðum gesti að fagna. I>að varDufferin lávarður, landstjóri Bretadrottningar í Kana- da. Hann hafði ferðazt um ísland fyrir rúmum 20 árum og þóttist nú hitta gamla kunningja, þar sem nýlendumenn voru. J>eir fögnuðu honum vel og báðu með mestu virktum volkominn þennan vin gamla íslands. Hann skoðaði ýms hús og heimili í nýlendunni, og leizt vel á; þótti honum furðanlega hafa tekizt að koma svo góðu lagi á margt hvað á jafnskömmum tíma. íslendingar íluttu honum ávarp, þar sein þeir minntust þrauta þeirra, cr fyrir þá liöfðu komið hin fyrstu ár, þökkuðu aðstoð stjórnarinnar, og lýstu ánægju sinni með landið. Lávarðurinn svaraði með snjallri rœðu. Hann minntist með sæmd á þeirra gamla, frœga föðurland, hvatti þá til dáðar og dugnaðar í hinu nýja landi þeirra, og spáði þeim farsœlli framtíð. Ritað í febrúar og marz 1878.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.