Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Síða 35

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Síða 35
MENNTIR, 35 Vesturhóp, nær lVj mílu vegar að. Alls kostaði kirkjan 16000 kr.; þar af átti kirkjan sjálf 6000 kr., en Ásgeir lagði til af eig- in fje 10000 kr. Með því að ráðast í stórvirki þetta og koma því fram á þeim tíma, er öllum öðrum óx í augum að reisa hús úr steini, og á þeim stað, er við slíka erfiðleika var að stríða, hefur Ásgeir, jafnframt því að reisa veglegt guðshús, einnig reist sjálfum sjer veglegan minnisvarða, er lengi mun halda uppi nafni hans; enda er það því merkilegra á þessari öld, sem frem- ur er kennd við gróðabrögð en trúrækni, að oinn einstakur maður skyldi verja svo miklu fje til reisingar og prýðis guðs- húsi. Bindindisfjelag það, er hófst í Reykjavík fyrir nokkr- um árum, og þaðan breiddist út um land, stóð ekki lengi, og mun nú víðast hvar undir lok liðið. Aptur hafa bindindisfjelög fyrir einstakar sveitir myndazt á nokkrum stöðum. Um eitt slíkt fjelag var getið í fyrra árs frjettum. Að bindindissamtökum þeim, er nú voru gjörð, kveður einkum að þeim, er Magnús prestur Jónsson á Skorrastað hefur komið á, og hefur hann barizt sköruglega fyrir því máli. í hjeraði sínu hefur liann stofnað bindindisfjelag, þar sem svo ríkt er kveðið á, að enginn fjelagsmaður má, hvernig sem á stendur, bragða eða veita nokkurn áfengan drykk, hverju nafni sem heitir eða hvað lítinn vínanda sem hann hefur í sjer fólginn, nema í heilagri kveldmáltið, eða eptir ráði hjeraðslæknis. Sjerhver fjelagsmaður skal telja menn í bindindi og koma með nýjan fjelaga til hvers höfuðfundar í fjelaginu. Bindindissamtök þessi stefna eigi að eins að algjörðri afneitun ölfanga fyrir hvern einn, heldur jafnframt að alsherjar þjóðbindindi. Af skemmtunum, leikjum eðahátíðahöldum fóru nú fáar sögur. |>ó má geta þess, að sjónarleikir nokkrir voru nú leiknir á Akureyri að áliðnum vetri. þ>ar á meðal voru «Úti- legumennirnir» eptir Mattías Jochumsson, og enn fremur leikrit eptir Holberg. J>ótti takast afbragðsvel að leika, og varð hin bezta skemmtun af. í Reykjavík voru þar á mót engir slíkir leikir hafðir, og var þar lítið um almennar skemmtanir. í orð hafði komizt, að Reykvíkingar hjeldu nú þúsund ára afrnæli Reykjavíkur, með því að nú voru liðin rjett 1000 ár frá því 3*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.