Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 33

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 33
MENNTIK. 33 smátt. Hjer er eigi tími til að skýra frekara frá skólareglu- gjörð þessari, nje heldur frá aðfinningum þeim, er hún hefur orðið fyrir. En það er víst, að mjög margir eru óánœgðir með hana, bæði að því leyti sem hún er gefin út án þingsins vilja ogvitundar, og eigi síður með efni hennar og fyrirkomulag,sem sem hún gjörir ráð fyrir. fykir mörgum jafnvel hjer stigið spor til apturfarar. En hjer horfir eins undarlega við sem með bókmenntafjelagið, sem áður er sagt, að aldrei hefur skólinn verið jafnfjölsóttur sem nú. í byrjun skólaársins 1876—77 voru skólapiltar 78. Af þeim útskrifuðust 12, og nokkrir fóru úr skóla á annan hátt. Við bœttust aptur 28 nýsveinar, og við byrjun skólaársins 1877—78 voru skólapiltar orðnir 90 að tölu, eða 12 fieiri en árið áður, og 3 fleiri en þá flest hefur áður verið (1868—69). J>eir, sem útskrifuðust, voru: þórhallur Bjarn- arson, Magnús Helgason, Halldór Daníelsson, Jón Finsen, Ólaf- ur Halldórsson, Ólafur Ólafsson, J>órður Thoroddsen, allir með fyrstu einkunn, og Jón Sigurðsson, Jón J>órarinsson, Morten Hansen, J>orsteinn Halldórsson og Jóhann J>orsteinsson, allir með annari einkunn. Auk þeirra tók burtfararpróf einn utan- skólasveinn: Björn Bjarnarson, með annari einkunn. — Hin fyrirhugaða breyting á prestaskólanum komst eigi á að þessu sinni. Á skóla þessum voru 8 stúdentar skólaárið 1876— 77. Af þeim útskrifuðust 3 um sumarið: Magnús Andrjesson og Skapti Jónsson með fyrstu einkunn og Einar Vigfússon með þriðju einkunn. 4 bœttust aptur við um haustið, svo að vet- urinn 1877—78 urðu þar 9 stúdentar, 5 í eldri deild og 4 í yngri deild. Próf í forspjallsvísindum við skóla þennan tóku nú 5 stúdentar, 2 með fyrstu og 3 með annari einkunn. — Á læknaskólanum voru 5 stúdentar 1876—77, en 6 veturinn eptir. — Við háskólann í Kaupmannahöfn tók Björn Magn- ússon (Ólsen) próf í málfrœði og Indriði Einarsson í stjórnfrœði, báðir með fyrstu einkunn; 3 íslenzkir stúdentar tóku þar einnig próf í forspjallsvísindum, 1 með ágætiseinkunn (Guðlaugur Guð- mundsson) og 2 með fyrstu einkunn (Jón Jensson og Sigurður Ólafsson). Af öðrum skólum er að eins að nefna kvennaskóla og barnaskóla, því að á stofnun gagnfrœðaskólans á Möðruvöllum Frjettik prá íslandi. 3

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.