Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 44

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 44
44 hvernig á jarðskjálftunum hafði staðið. Hvorki heyrðust dunur eða dynkir, eins og þó er all títt við Heklugos. Næstu dagana sást reykur mikill standa í lopt upp í norðaustri bak við Heklu og hinn 28. febrúarmán. varð allmikið öskufall yfir Hreppa og Biskupstungur. Lengi voru menn í efa um, hvar eldur þessi væri, sumir hugðu hann vera í Skaptárjökli eða Torfajökli, þangað til allar líkur fóru að verða til þess, að hann ekki gæti verið langt frá Heklu í landnorður. Stundum sáust 2 eldar í einu með nokkru millibili. 17. marzmán. fór síra Hannes Stephensen á Barkarstöð- um fyrstur allra að kanna eldsupptökin, og hefur hann í ísafold nákvæmlega lýst aðalgígnum og hrauninu umhverfis, eins og það var þá, en vegna þoku gat hann ekki sjeð Heklu, og segir því fjarlægð gígsins frá henni meiri, en hún er; þá var heldur eigi veður eða dagur til að fara allt í kringum hraunið, svo hann fjekk ekki vitneskju um útbreiðslu þess í norður og austur. 27. marzmán., rjettum mánuði eptir að eldgosið hófst, lögðum vjer nokkrir í hóp upp frá Galtalæk á Landi inn að eldstöðvunum, veður var gott til rannsóknar, bjart og fagurt allan dag til kvölds, en þá tók að hvessa á norðan með miklu frosti, svo vjer áræddum ekki að dvelja þar um nóttina, en rjeðum af að halda aptur til byggða um kvöldið. Vjer riðum þá sem áður er sagt frá Galtalæk kl. 4 um morguninn upp með Bangá ytri að vestanverðu, og er vjer komum að Bangárbotnum, beint í austur af norðurenda Búrfells, hjeldum vjer í austur meðfram norðurblíð Sauðafells, og höfðum Sölfahraun á vinstri hönd; þegar vjer komum austur fyrir Sauðafell, sáum vjer reykjarstrókinn í suðaustri, og tókum vjer nú stefnu þangað; en reykinn bar yfir gíg einn gamlan, að nafni Bauðaskál, sem eptir ætlun manna brann 1554, en hann liggur í fjallgarði þeim hinum vestasta, sem gengur út frá Hekiu til norðausturs, og sem að nokkru leyti myndar vesturbrún hins eiginlega Hekluhálendis; hingað til höfðum vjer riðið á sljett- lendi og stöðugt átt nokkuð í fangið, en nú varð fyrir oss afar- há og brött brekka, sem voit móti útuorðri, en hana urðum vjer

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.