Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 34

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 34
34 MENNTIR. er áður minnzt, að því lcyti sem hún var löggjafarmál. Kvenna- skólar eru nú orðnir 3. Elztur þeirra er kvennaskólinn í Reykjavík, undir forstöðu frú þ>óru Melsteð, er mest hefur stutt að stofnun og blómgun hans. Á skóla þessum hafa 10—11 stúlkur notið kennslu árlega, því að eigi hefur húsrúmið leyft fleirum að ganga á hann, en nú er í ráði að byggja nýtt hús handa skólanum. Kvennaskóli Eyfirðinga er nú stofnsettur á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði, undir forstöðu ekkjufrúar Yal- gerðar forsteinsdóttur. Handa skóla þessum var í Kaupmanna- höfu safnað 4000 kr., fyrir forgöpgu Eggerts alþingismanns Gunnarssonar. Skólinn komst fyrst algjörlega á haustið 1877, og áttu í fyrsta sinn að njóta tilsagnar í honum 8—lOstúlkur. £á stofnuðu og Skagfirðingar með frjálsum samskotum kvenna- skóla að Ási í Hegranesi undir forstöðu húsfreyjunnar þar, Sig- urlaugar Gunnarsdóttur. |>essum skóla veitti landshöfðingi 100 kr. af landsfje, en þingið hafði áður í fjárlögunum fyrir 1878— 79 veitt hvorum hinna 400 kr. árlega — Barnaskólar hafa víða verið haldnir. Fremstir þeirra voru barnaskólarnir í Reykja- vík og sá á ísaflrði, er alþingi 1875 fór að hlutast til um að stofna, og hefur landshöfðinginn nú samið fyrir hann nákvæma reglugjörð. J>á voru barnaskólar á Akureyri, á Berufirði og í nokkrum öðrum kaupstöðum. Sumstaðar voru og haldnir barna- skólar í sjávarsveitum, einkum á Suðurlandi, svo sem í Garði, Njarðvíkum, á Yatnsleysuströnd, á Seltjarnarnesi og víðar. Voru sumir þeirra komnir í talsverðan blóma, og sóttir af mörgum börnum. Kennslutíminn var víðast frá 1. okt. til 14. maí, en sumstaðar skemmri. J>eir skóiar, er lengst eru komnir og eiga sitt eigið skólahús eða jörð, fengu nú með fjárlögunum nokkurn styrk úr landssjóði. I>ess er vert að geta hjer, að J>ingeýrakirkja, er um nokkur ár hefur verið í smíðum, var nú fullgjör og var vígð 9. september. Hefur Ásgeir aiþingismaður Einarsson á ping- eyrum látið reisa hana, að miklu leyti á eiginn kostnað. I>essi kirkja er hið vandaðasta og veglegasta hús, er nokkur maður hefur látið reisa hjer á landi af eigin efnum. Kirkjan er öll af steini gjör, með ærnum kostnaði, þar sem lileðslugrjót til henn- ar var hvergi að fá í sveitinni, en varð að sœkja það vestur í

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.