Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 5
7 miðrí er þó aflangur bali og á honum 2 nýlegar rústir og bil á milli. Fyrir austan þessa lág er breiður bali. Ofarlega á honum eru ný- legar rústir á tveim stöðum. Hin þriðja er vestaní honum framar- lega, lítil og niðurgrafin. En þversum framaní enda. hans eru tvær forntóftir samhliða, 7 faðma langar. (Þær eru merktar 2 og 3). Um tóftina 3, skal eg þó geta þess, að hún er glöggvari en hinar búðatóftirnar, svo mér lá við að taka hana fyrir lítinn sáðreit en ekki búðartóft. Þó komst eg að þeirri niðurstöðu, að sá efi væri ekki bygður á gildum ástæðum. Frá þessum tóftum gerir endi bal- ans krók austurávið og þar eftir annan krók inn i lágina, svo hann verður nokkurnveginn snagamyndaður. Þar er búðartóft fremst og austast á horninu, (merkt 4). Hún er 8 fðm. löng frá austri til vest- urs. Inni á snaganum eru tvær búðatóftir, er ganga hvor af enda annarar norður og suður (merktar 5 og 6). Þær eru einna óglöggv- astar. Lágin, sem nú verður, hefir mjótt mynni, en er víð og kvisl- ótt innar frá. Balinn fyrir austan hana er misbreiður og þó breið- astur framan til. Uppi á honum er búðatóft, 8 fðm. löng frá austri til vesturs, (merkt 7). Við innri hlið hennar er önnur óglöggvari (merkt 8). Framanvið þær og framaní suðurenda balans er sáðreit- ur (b), 8 fðm. langur og 6 fðm. breiður með smátóft í norðvestur- horni. Það minnir á Þorleifsstaðasáðreitina (Árb. ’05 bls. 55 —6). Á næsta balaendanum þar fyrir austan er stór sáðreitur, (c, 10 fðm. langur og 8 fðm. breiður og hefir líka smátóft í horni. Eigi eru búðatóftir á þeim bala og eigi ausiar. Dálítil tóft er raunar á næsta balanum þar fyrir austan og er ekki mjög nýleg, en hefir ekki held- ur forntófta einkenni. Enn verður lág, og vestaní balanum austan- megin hennar er einkennileg tóft: Eftir löguninni að dæma liggur næst að ætla, að það hafi verið stekkur. En til þess er hún ótrú- lega mikið mannvirki og lítur alls ekki út fyrir að vera frá seinni tímum. Búðatóftunum er hún alveg ólík (Hún er merkt st. á uppdr.) Þar framundan, og þó nokkuð vestar, er fram á mýrinni ferhyrnd girðing, 12 fðm. löng og 6 fðm. breið frá norðaustri til suðvesturs. Sáðreitur mun það hafa verið, þvi veggirnir norðaustan og norð- vestanmegin eru miklu meiri en hinir, óefað til skjóls. Dyr eru engar og engin smátóft. En stór þúfa eða varða er uppúr vestur- horninu. Þessi tóft er merkt d). Auðvitað hefir ekki verið gjör sáðreitur á þessum stað fyr en sandurinn var farinn að þorna og gróa upp. Helzt hygg eg, eftir því sem sáðreitirnir líta út, að þeir séu allir frá sama tíma eða því sem næst. Er þá þessi reiturinn vottur þess, að þeir hljóta að vera miklum mun yngri en búðatóft- irnar, eins og útlitsmunurinn sýnir líka. Enn eru ótaldar tvær búða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.