Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 17
19 eg sjá raerki þess, að í fornöld hafi þar verið býli. Á nýari tóftum er óhægt að átta sig. Þó hygg eg sumar eftir býli, aðrar eftir stekki og fjárhús. Mikill hluti af landi jarðarinnar Hemru er alsettur einkennilegum þúfum, sem hafa útlit fyrir að vera mannaverk, þær eru mjög svo allar eins, bæði að stærð og lögun, þær eru kringlóttar og ávalar, tæpur faðmur í þvermál og nálega 1 al. háar. Hærri hafa þær víst verið áður, því mjög eru þær niður sokknar. Afstaða þeirra er mis- munandi: Sumstaðar eru þær í þéttum þyrpingum, svo að segja hver við aðra, sumstaðar í löngum, beinum röðum með dálitlu milli- bili, en langvíðast eru þær í óreglulegri dreif. Jón dannebrogsmaður Einarsson í Hemru reið með mér um landið og sýndi mér þær. Kom okkur ásamt um að grafa í nokkrar þeirra. Þær reyndust fullar af vikri. Er auðráðið, að þar hefir komið niður vikurgusa úr eldgosi og þakið alt þetta svæði með þykku vikurlagi. Þá var eina ráðið, til að bjarga jörðinni, að moka vikrinum í hrúgur og tyrfa þær. Til þess hefir þurft mikinn mannafla, miklu meiri en ábúandi gat haft ráð á. Hygg eg víst, að yfirvald hafi skipað almenna skyldu- vinnu sveitarmanna til að framkvæma það. öðruvísi er það varla hugsanlegt. Þar hefir þó einveldi komið í góðar þarfir. — Mér þótti ástæða til að láta þessa eigi ógetið. X. Á Hjörleifshöfða. Svo segir í Landnámu I. 6. »Ingólfr lét búa gröft þeirra Hjör- leifs og sjá fyrir skipi þeirra ok fjárhlut. Ingólfur gekk þá upp á höfðann ok sá eyjar liggja i útsuður til hafs.« Einna næst mun liggja að skilja þetta svo, að Ingólfur hafi fyrst látið búa gröft þeirra Hjörleifs, og síðan gengið upp á höfðann. Þó má ef til vill skilja það á þá leið, að »Ingólfur gekk þá« (o: við það tækifæri er hann »lét búa gröft þeirra«) »upp á höfðann«. Það kæmi heim við sögn- ina, sem segir að dys Hjörleifs sé uppi á höfðanum. Hún er sýnd þar, sem hann er hæstur. Það er grjótdyngja mikil og meira mann- virki en svo, að það hafi verið búið til að gamni sínu. — Þó jafn- ast hún ekki við legstað Magnúsar Loftssonar, sem er við hliðina á henni. — Annars er auðséð á þessum stað Landn. að heimildarmað- ur söguritarans hefir ekki verið nákunnugur. Hann ætlar, að Ing- ólfur hafi séð eyjarnar af höfðanum. En þaðan sjást þær ekki fyrir Reynisfjalli. Þar, sem bærinn Hjörleifshöfði stóð fyrrum, heitir Bæjarstaður, þó sjást engin merki til bæjaríns. Rennur þar nú kvísl, er kemur 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.