Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 15
17
laut eftir miðjunni. Þó þetta kunni að vera tóft, ér hún of Íítil til
að vera eftir sel og því heldur eftir bæ. Hún stendur á gilsbakka
og er grashvannnur neðan undir. I honum sá eg á 2 stöðum örlitl-
ar smátóftir, næstum sem eftir börn. Datt mér í hug, að hér kynnu
að hafa verið hjásetukofar, — því hér er sumarbeit góð. Bygð hef-
ir hér naumast verið.
e. Granagils dysjarnar. I Arbók Fornl.fél. 1895 heflr Pálmi
Pálsson skólakennari ritað um forn leibi fyrir ofan Búland, er áreið-
anlegir menn höfðu skýrt honurn frá, að upp hefði blásið þá nýlega.
í sumar, (1909) kom eg á þann stað, sem þar var um að ræða, og bjó til
uppdrátt af honum. Vona eg að hann sé betri en ekkert til að gefa hug-
mynd um afstöðuna. Og til frekari skýringar læt eg nokkur orð fylgja
honum, jafnvel þó eg hafl engu verulegu við grein hr. P. P. að bæta.
Fjallabaksvegur hinn forni liggur yfir þvert fyrir ofan alla
bæi í Skaftártungu nema Svartanúp. Er vegurinn enn all glöggur
þar víða. Þar, sem hann sést austast, liggur hann yflr svonefnda
Meltungnahœð og ofan af henni suðaustan megin, þá niður að Mel-
tungnaá, og suður yflr hana. Lengra sést hann ekki, því þá tekur
við uppblástur. Meltungnahæðin er framhald af Þorláksstaðafjalli til
norðausturs. Þó er skarð þar í milli, þaðan kemur Meltungnaá,
lítil spræna, sem rennur austur og ofan til Skaftár. Sunn-
anundir Meltungnahæðinni fellur hún ofan um hamragljúfur mikið.
Það er kallað Meltungnaárgilið. Inni í því eru grashvolf og má
vel leynast þar með hesta. Er þar sérlega vel fallið til fyrirsáturs,
því litlu innar liggur hinn forni vegur i krókum ofan af hæðinni
og beygist svo fram að ánni við gljúfursmynnið. Mikil umferð
heflr þar verið fyrrum, því margar og djúpar eru göturnar. Nú
eru þær uppgrónar, því nú er hér engra manna leið. Milli vegar-
ins og gljúfursins er gróf mikil í brekkunni, mynduð af tveim jarð-
föllum, er loks hafa náð saman og siðan gróið upp. Norðan til
mjókkar grófin og verður að graslaut, sem neðst beygist vestur að
ánni neðan við gljúfrið en ofan við göturnar. Þessi gróf er Grana-
gil. Þar sem vegurinn kemur ofan af brekkunni verður fyrir grjót-
hóll mikill eða ás, bæði hár og brattur. Þá er menn fóru veginn
frá brekkunni suður að ánni, höfðu þeir hólinn á vinstri hönd. Að
ánni nær hóllinn þó ekki þeim megin, en þar verður lægri rani
suðvestur úr honum, miklu lægri en hann og þó nokkuð hár.
Þann rana höfðu menn svo á vinstri hönd næstum að ánni. Vest-
an og sunnan í honum er fögur grasbrík við veginn og blasir við
sjónum úr gljúfrinu. Liggur vegurinn milli hennar og Granagils.
Bríkin er fýsileg þreyttum ferðamönnum að hvílast þar og sofna.
3