Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 38
Smávegis. Um nokkra staði og fornmenjar, er höf. athugaði á skrásetningarferð um Borgarfjarðar- og Mýrasýslu i júlímánuði 1909. > A Lundi í Lundarreykjadal hefir verið bent á fornar tóftir, kall- aðar »hofið«. Kálund getur þeirra í bók sinni Isl. Beskr. I. bls 311 og Sigurður Vigfússon rannsakaði þær 6. sept. 1884. Skýrir hann frá rannsókn þessari með mynd í Árb. '84—85. Hinar umræddu tóftir vor 3, bygðar saman, í rauninni einbygging: hof með afhýsum. Hvorugur getur þess, að rétt hjá, þarna uppi á brekkunni og innan hins forna túngarðs, eru enn fleiri fornar tóftir. Rétt fyrir norðaustan (land- norðan) hoftóftina er önnur tóft minni, um 8 m. að lengd út á ytri veggbrúnir, og fyrir austan þá tóft er önnur tóft afar-löng, bersýni- lega forn bæjartóft með hinu elzta lagi. Hún er um 27 m. að lengd og 7 m. að breidd. Skiftist hún í 4 »hús« og er eitt nokkru breið- ara að sjá en aðaltóftin yfirleitt. Hér hefir hinn fyrsti bær verið bygð- ur að Lundi. Hér er fagurt og víðsýnt um dalinn og er eðlilegt að sá er valdi sér bæjarstæði að Lundi, bygði hér uppi. En svo komu rokin og byljirnir og þá þótti einhverjum hentugra að byggja i skjóli undir brekkunni, og þar stendur bærinn — og kirkjan nú. En uppi er hinn heiðni fornbær — og hofið. I Bæ byggði Björn bóndi Þorsteinsson í sumar mikið og vand- að hús. Þegar grafið var niður fyrir kjallara og undirstöður varð fyrir veggjahleðsla mikil á 3 álna dýpi; stóðu þar undir- stöður á móhellu. Litlu ofar varð vart gólfskánar og hér fundust og allmargir tigulsteinar gulir að lit, fremur þunnir, en að öðru leyti svipaðir nútíma tigulsteinum að stærð. Frá því 1896 er »normal«-stærð venjulegra tigulsteina íDanmörku: 1.23 sm., br. 11 sm. og þ. 5,5 sm.; steinarnir í Bæ voru: 1. 25 sm., br. 11,3 sm. og þ. 4 sm. — Því miður höfðu flestir steinarnir verið notaðir aftur í hina nýju byggingu. Steinarnir virtust vera úr fremur »mögr- um« leir og naumast meira steiktir en »hálfsteiktir« á við það sem tigulsteinar gerast nú. Þessir steinar munu vera frá fyrstu tímum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.