Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Síða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Síða 38
Smávegis. Um nokkra staði og fornmenjar, er höf. athugaði á skrásetningarferð um Borgarfjarðar- og Mýrasýslu i júlímánuði 1909. > A Lundi í Lundarreykjadal hefir verið bent á fornar tóftir, kall- aðar »hofið«. Kálund getur þeirra í bók sinni Isl. Beskr. I. bls 311 og Sigurður Vigfússon rannsakaði þær 6. sept. 1884. Skýrir hann frá rannsókn þessari með mynd í Árb. '84—85. Hinar umræddu tóftir vor 3, bygðar saman, í rauninni einbygging: hof með afhýsum. Hvorugur getur þess, að rétt hjá, þarna uppi á brekkunni og innan hins forna túngarðs, eru enn fleiri fornar tóftir. Rétt fyrir norðaustan (land- norðan) hoftóftina er önnur tóft minni, um 8 m. að lengd út á ytri veggbrúnir, og fyrir austan þá tóft er önnur tóft afar-löng, bersýni- lega forn bæjartóft með hinu elzta lagi. Hún er um 27 m. að lengd og 7 m. að breidd. Skiftist hún í 4 »hús« og er eitt nokkru breið- ara að sjá en aðaltóftin yfirleitt. Hér hefir hinn fyrsti bær verið bygð- ur að Lundi. Hér er fagurt og víðsýnt um dalinn og er eðlilegt að sá er valdi sér bæjarstæði að Lundi, bygði hér uppi. En svo komu rokin og byljirnir og þá þótti einhverjum hentugra að byggja i skjóli undir brekkunni, og þar stendur bærinn — og kirkjan nú. En uppi er hinn heiðni fornbær — og hofið. I Bæ byggði Björn bóndi Þorsteinsson í sumar mikið og vand- að hús. Þegar grafið var niður fyrir kjallara og undirstöður varð fyrir veggjahleðsla mikil á 3 álna dýpi; stóðu þar undir- stöður á móhellu. Litlu ofar varð vart gólfskánar og hér fundust og allmargir tigulsteinar gulir að lit, fremur þunnir, en að öðru leyti svipaðir nútíma tigulsteinum að stærð. Frá því 1896 er »normal«-stærð venjulegra tigulsteina íDanmörku: 1.23 sm., br. 11 sm. og þ. 5,5 sm.; steinarnir í Bæ voru: 1. 25 sm., br. 11,3 sm. og þ. 4 sm. — Því miður höfðu flestir steinarnir verið notaðir aftur í hina nýju byggingu. Steinarnir virtust vera úr fremur »mögr- um« leir og naumast meira steiktir en »hálfsteiktir« á við það sem tigulsteinar gerast nú. Þessir steinar munu vera frá fyrstu tímum

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.