Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 46
48 loftinu; ekki er hann víður né hár, en þó vel manngengur. Ekki varð þar vart neinna mannaverka. ísmyndanirnar í Surtshelli ei'u að kalla einungis í insta hlutan- um, þar sem frjósa nær á vetrum vatn það er stöðugt drýpur niður gegnum hellisloftið, en ekki nær að bráðna að sumrinu. Þessar ís- myndanir hafa verið með mjög svipuðu móti nú um 40 ár að minsta kosti og máske mörgum sinnum það, en 1907 breyttust þær að mörgu leyti og skal þó ekki skýrt nánar frá því hér; mun annað- hvort jarðilur eða árferði hafa valdið, að líkindum hið síðara. Þeir Eggert og Bjarni lögðu tvær myntir með innsiglum sínum á í vörðu eina inst í hellinum. Margir ferðamenn og þeir er skoð- uðu Surtshelli síðan fylgdu þeirra dæmi og lögðu peninga í vörðuna. Lítt þótti þeim þó fjölga þar. Þegar eg kom í Surtshelli var ný- lega búið að taka myntirnar allar úr hellinum heim að Kalmans- tungu voru þær þá geymdar þar. Síðan mun siður þessi hafa lagst niður. Sökum raka er þessi staður í hellinum óheppilegur til þess að geyma þar nokkuð þess háttar. Víðgelmir. Brynjólfur Jónsson minnist á þennan helli í Arb. ’04, bls. 16; hann kallar hann »Víðgemlir« og i sumar heyrði eg hann ávalt nefndan »Víðgeymir«, en hvorttveggja er afbökun úr hinu forna nafni hans, sem finst í kaupbréfi frá árinu 1398l). Hellirinn er skamt fyrir sunnan veginn, sem liggur á milli Fljóts- tungu og Kalmanstungu i Hallmundarhrauni. Eg rannsakaði helli þennan daginn eftir að eg hafði gengið i Surtshelli í sumar. Var mér sagt að hann væri geysilangur og hefði enginn fundið botn í honum enn svo kunnugt væri. Olafur bóndi Stefánsson i Kalmans- tungu gekk með mér í hellinn. Víðgelmir er víðast afarvíður og hár. Op hans er mjög vítt og langt, stór dæld i hrauninu þar sem loft hellisins hefir fallið niður að botni á all-löngum kafia nálægt norðurenda hellisins. Hellirinn skiftist við það í tvent, norðurhellir, sem er að eins stuttur skúti, og suðurhellir, sem raun varð á að var geysilangur. Um önnur op en þetta eina er eiginlega ekki að ræða. Fremst í suðurhellinum er sem stór pallur, er nær því lokar hellinum, og verður þar að eins þröngur gangur inn hægra megin. Á gólfinu þar sjást leifar af fornum þvergarði, er bygður hefir verið til varnar yfir þveran gang- ‘) Prentað í D. I., III. 520.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.