Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 3
5 til, að hún hafi fengið nafn af því, að sandur hafi »stemmt« fyrir samhengi hennar við lónið í Gilinu. Er ekki vafamál, að fyr hefir hvorttveggja verið sami pollurinn, aflangur og hyldjúpur. Nú er þar á milli hálfþurt haft, sem myndar breiða grasspildu, er bæði liggur fyrir framan mynni Gfilsins og nokkuð inn eftir því. Þornar það ár frá ári og sjá núlifandi menn mun á því. Jón bóndi Jóns- son á Seglbúðum — sem nú er dáinn 94 ára gamall, en var lifandi og með fullri rænu í lok júnímán. í sumar (1909), — sagði mér, að hann hefði fyrstur ráðist í að byggja göngubrú yfir um minni Gils- ins. Áður þóttu það ekki tiltök vegna bleytu. Það sagði hann mér líka, að þá er hann kom að Segibúðum, nál. miðri 19. öld, var Stemma hvergi væð. En nú er hún alvaxin sefi, og má slá það alt eða skera. Svo grynnist hún ár frá ári. Og jafnframt þornar mýr- lendið. Kemur það af því, að þá er alt liggur undir ísi á vetrum, fýkur sandurinn hindrunarlaust yfir, og meira eða minna af honum nemur staðar. Það er því engan veginn sérlega ólíklegt, að á landnámstíð og t'yrst framan af eftir það, hafi sjór náð upp að Seglbúða-hraunbrún- inni og inn í Gilið. Hugsa má sér, að þar hafi verið útgr^mni, neraa djúpur áll, sem Stemma og lónið í Gilinu eru leifar af. Nú sést af Landnámu, að áður en hún var rituð hafði jökulhlaup komið í Al- mannafljót (nú Hverfisfijót), er áður var ekki annað en lækur. Hefir það þá borið ógrynni af sandi fram í sjó. Og oftar kann það að hafa hlaupið. Um Núpsvötn er víst, að þau hafa oft hlaupið. Ur þessum hlaupum, — fyrir utan hinn stöðuga framburð jökulvatn- anna, — hefir sjórinn tekið á móti meiri sandburði en hægt er að gera sér hugmynd um og kastað honum jafnótt upp að landinu og þannig smásaman breikkað ströndina fram. Hefir sú breikkun eink- um færst vestur með, því með suðurströnd landsins er »vesturfallið« aðalstraumur. I sambandi hér við skal þess getið, að árspræna milli Holts og. Heiðar á Síðu heitir Fjarðará. Hafa margir, og það vitrir menn, ráðið af því, að þangað hafi fjörður náð fyrrum. Hefði þá alt Land- brotið verið sjávarströnd. Þann fjörð hefði þá árburður fylt, ef ekki eldhraun. öðrum hefir þótt þetta ólíklegt, og hafa þeir því snemma komið með þá tilgátu, að ársprænan héti raunar ekki »Fjarðará«, heldur »Fjaðurá«. En hvaða merkingu gæti það nafn haft? — Tím- inn, sem engar sögur fara af hér að lútandi, er svo langur og hefir haft svo miklar breytingar í för með sér, að þar er ef til vill »fátt, sem fortaka má«. En ekkert er um það hægt að fullyrða. Enn hai'ði eg heyrt þau munnmæli, að hjá Seglbúðum hefði,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.