Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Page 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Page 39
41 að hér var farið að nota tigulsteina, sem mun hafa verið þegar á 13. öld; í Danmörk var farið að nota tigulstein til húsabygginga á 12. öldinni seinast og í Norvegi var steikt tiglgrjót á 13. öJd. Við þennan sama gröft í Bæ fannst allstór steinn, að löguninni til sporbaugsmyndaður nokkurn veginn, flatur, og sléttur að ofan; lengd 47 sm., br. 40. í honum miðjum að ofanverðu, heldur nær öðrum enda, var stór hola eða bolli höggvinn í, nær þvi kringlóttur, 14 og 17 sm. að vídd efst og um 11,5 sm. að dýpt. Auk þessa bolla voru og 2 smáholur í steininn að ofan, bersýnilega höggnar í og voru þær um 5 sm. að dýpt. Umhverfis þær vottaði fyrir hálfhring-mynd- aðri rák, rauðleitri; fyrir innan þessa rák var steinninn hreinni en annarsstaðar að ofanverðu, og virðist sem hér hafl staðið t. d. stoð á steininum, fest ofan á hann með tveim typpum, er gengið hafi ofan í litlu holurnar. Stóri bollinn mun svo hafa verið hafður fyrir ljós- ker. — Að neðan var steinninn allvel sléttur, dálítið bungulagaður. Nokkuð virtist slegið utan úr honum til þess að laga hann til, eink- um að framan. — Lagt var fyrir að flytja nokkra af tigulsteinunum og þennan bollastein til Forngripasafnsins. Steinkola hafði og fund- ist hér, en týnst aftur í moldina. Um Grímsgil og Reyðarfell, tvö gömul eyðijarða-örnefni í Húsafellslandi, virðast nútima munnmæli vera í mótsögn við fyrri tíma skrif. Kálund getui- um þessa staði í Isl. Beskr. I, bls. 325 og Brynj. Jónsson sömul. í Árb. ’93, bls. 77—79. Árni Magnússon nefnir Reiðar- fell1), eyðijörð er sé uppi á fjallinu; sama segir síra Jónas Jónsson í Reykholti í sóknalýsingu sinni (18422), þar stendur svo: »Skamt vestur frá Húsafelli, þar sem nú er stekkurinn, segja menn hafi verið Grímsgil og að þar hafi kyrkja verið, en eyðst af skriðu- hlaupi úr fjallinu. Spölkorn vestar og nær Kaldá, eru fornar húsa- tóftir, sem kallast Árnes2). Uppi á fjallinu útnorðan í Reiðarfelli hefir að sögn staðið bærinn Reiðarfell og litlu vestar við Hringsgil Hríngur. Allar þessar eyðijarðir eru í Húsafellslandi. Ekki verður það upplýst hvörsvegna eða hvönær þessar jarðir hafi lagst í eyði«. Aftur á móti hefir Br. J. verið sagt til rústa Reyðarfells »neðan- til í hlíðinni« og eftir því sem honum — og mér í sumar — var skýrt frá um þessar tóftir, þá er það bersýnilegt, að það eru einmitt tóftir Grímsgils. Hér er bent á kirkju og kirkjugarð, sem víst aldrei hafa hér verið; bænhús hefir getað verið hér máske, þótt ólíklegt *) Hið rétta nafn er Reyðarfell; reyður er sama sem silungur; sbr. Reyðarvatn, Reyðará (nú framb. og skrifað Rauðará) við Reykjavík o. fl. 2) »Lýsing á Reykholts og Stóraáss sóknum:« handritasafn í. Bmf. 19. fol. 8) Sbr. grein Br. J. Árb. ’93, bls. 77, 1. 24-27. 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.