Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 8
10 IV. Að Fossi á Síðu. A austur-Síðunni eru allsstaðar fyrir ofan bæjaröðina fagrar grasbrekkur og næstum samanhangandi hamrabelti fyrir ofan. Stefna þess er sem næst frá austri til yesturs austur fyrir Foss. En þar endar fjallið og verður hamrastefnan þaðan hér um bil frá suðri til norðurs. Eru þeir hamrar mjög liáir, einkum á horninu þar, sem stefnan breytist. Þar heitir nú Fossnúpur, en hét til forna Móðólfs- gnúpur og hafði nafn af Móðólfi landnámsmanni, er bjó að Fossi. Bærinn hefir nafn af því, að bæjarlækurinn fossar þar frarn af hömr- unum. Víða er hlíðin undir hömrunum vel löguð til akuryrkju, og þó hvergi betur en hjá Fossi. Enda sjást þar miklar, fornar akur- girðingar í brekkunni vestur frá læknum. Fyrir suðaustan túnið eru einkennilegir, einstakir stuðlabergsklettar. Þeir heita Dverghamrar. Engin sögn er nú um tildrög þess örnefnis. Löngum spöi til norð- austurs þaðan stendur sérstakur stapi mikill, umflotinn af eldhraun- inu frá 1783. Hann heitir Orustuhvoll. Er sagt, að þar hafi það verið, er Hámundur hefndi þeirra Hróars Tungugoða. Um tilhæfu til þeirrar sagnar veit samt enginn. »Fvrir eld« hafði hóllinn ver- ið hömrum luktur alt um kring, en uppganga á hann um eitt ein- asta einstigi. Hellir mikill hafði verið í honum. Þar höfðu Síðu- menn geymt rekatimbur, er þeir drógu heim af fjörum. Svo sagði mér Agúst Jónsson gagnfræðingur. — Þá er hlaup komu í Hverfis- fljót fyrrum, hafði það farið kringum hólinn og alt suður í Skaftá. Gefur að skilja að sandburðurinn, sem því fylgdi, hafi hrakið hana vestur á við, og mun bygðarlagið Skjaldbreið hafa eyðst af þeim orsökum. Það virðist hafa verið sunnanmegin við Skaftá og áfast við Landbrotið, því hagbeit þess var í Landbrotshrauninu fyrir ut- an Bjarnagarð, sem séra Jón Steingrímsson getur (Safn. t. s. Isl. IV, bls. 55). Bjarnagarður sést enn, og hefir hann verið afarmikið mannvirki. Áður en Skjaldbreið eyddist hefir Skaftá runnið nær Fossi á Síðu en hún rennur nú. V. Böðmóðstunga. Svo segir í Landnámu, IV. 11: »Böðmóður hét maðr er land nam milli Drífandi ok Fjarðarár ok upp til Böðmóðstungu (adr.: Böðmóðshrauns), hann bjó í Böðmóðstungu; hans son var Oleifr er Oleifsborg er við kend, hann bjó í Holti«. Af örnefnum þeim, sem hér eru nefnd, heldur aðeins Fjarðará óbreyttu nafni. Þó er hún stundum kölluð Fjaðurá eða Fjaðrá, og hefir það þegar átt sér stað þá er yngstu Landnámu handrit voru rituð. Er ekki hægt að full-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.