Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 49
51 að þar niður. Þegar henni er sprett upp kemur strax í ljós, að gripur þessi er blátt áfram taska. Að innan er hvítt, hollenzkt lér- eft, en á milli laga beggja vegna er stíft, hvítt pergament. Þessar töskur eru alþektar meðal katolskra enn. í »Geschichte der liturgischen Gewánder des Mittelalters etc. von Dr. Fr. Bock« II. b., bls. 267—72, er skýrt nákvæmlega frá þessum áhöldum og í I. b. sama rits bls. 302—4 er lýsing á einni slíkri tösku ásamt mynd af henni á XVII. töflu í öðrum flokki tafl- anna aftan við. Sú taska, sem þar er lýst, er að mörgu leyti mjög svipuð þessari, sem hér er um að ræða. Á hinni er krossfestingin, en á þessari boðun Maríu Grunnurinn á þessari er rautt flauel, en á hinni er hann allur gullsaumaður eins og kápurnar og jörðin á þessari. Þó skal þess getið að í kápunum og rollunum á þessari, sem hér er, er jafnan saumað yfir 3 þræði, en í jörðunni undir er farið yfir 2 í senn eins og á grunninum í þeirri er Bock lýsir. Á þessari, sem hér er, mynda yfirþræðirnir skáhyrninga (romboida) í kápunum að eins. Þessi taska kallaðist á latínu bnrsa corporalium og var víðast höfð að eins til að geyma í henni og hefja upp corporaldúkinn, sumstaðar var hún og er enn höfð aðallega til þess að bera corpór- aldúkinn i upp á altarið, og var hún þá lögð ofan á kaleikinn, en kaleiksdúkurinn (velum calicis) var á milli, ofan á og utan um kaleik- inn; hún var þá höfð líkt og patínudúkur (palla calicis) nú og þann- ig mun þessi taska sem hér er um að ræða hafa verið notuð. Á það bendir einkum það, að aftaná henni er hvítt léreft, sem virðist upprunalegt, en ekki rautt flauel eins og að framan eða ofan. Þeg- ar síðan að hætt var að hafa velun calicis og corporaldúk, þá var taskan saumuð aftur og höfð öldungis eins og patínudúkar eru hafð- ir nú. Þessi taska er að líkindum frá 15. öld ofanverðri eða önd- verðri 16. öld í Árb. ’08, 41 var getið um aðra corporal-tösku, sem enn er í Skálholti. — Nr. 278 á safninu er gömul corpóral-taska frá Þöngla- bakka; á þeirri er krossfestingin (sbr. »Skýrsla« I., bls. 123). Hvor- ug þeirra er neitt viðlíka eins skrautleg og merkileg eins og þessi. í 8uinum gömlum íslenzkum máldögum er getið um corpóral(s), hús; þau voru notuð líkt og töskur þessar og hafa verið kistlar, stundum með húslagi líklega. í stað þess að hafa tösku var nefni- lega oft hafður lítill kistill (capsa — eða capsella — corporalium). Nafnið corpóral(s)hús er komið úr lágþýzku, þessi corporalahylki voru kölluð Corporalhuiss á lágþýzku. (Bock II., 271 og Taf. XXXV). Matthlas Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.