Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 49
51
að þar niður. Þegar henni er sprett upp kemur strax í ljós, að
gripur þessi er blátt áfram taska. Að innan er hvítt, hollenzkt lér-
eft, en á milli laga beggja vegna er stíft, hvítt pergament. Þessar
töskur eru alþektar meðal katolskra enn.
í »Geschichte der liturgischen Gewánder des Mittelalters etc.
von Dr. Fr. Bock« II. b., bls. 267—72, er skýrt nákvæmlega frá
þessum áhöldum og í I. b. sama rits bls. 302—4 er lýsing á einni
slíkri tösku ásamt mynd af henni á XVII. töflu í öðrum flokki tafl-
anna aftan við. Sú taska, sem þar er lýst, er að mörgu leyti mjög
svipuð þessari, sem hér er um að ræða. Á hinni er krossfestingin,
en á þessari boðun Maríu Grunnurinn á þessari er rautt flauel, en
á hinni er hann allur gullsaumaður eins og kápurnar og jörðin á
þessari. Þó skal þess getið að í kápunum og rollunum á þessari,
sem hér er, er jafnan saumað yfir 3 þræði, en í jörðunni undir er
farið yfir 2 í senn eins og á grunninum í þeirri er Bock lýsir. Á
þessari, sem hér er, mynda yfirþræðirnir skáhyrninga (romboida) í
kápunum að eins.
Þessi taska kallaðist á latínu bnrsa corporalium og var víðast
höfð að eins til að geyma í henni og hefja upp corporaldúkinn,
sumstaðar var hún og er enn höfð aðallega til þess að bera corpór-
aldúkinn i upp á altarið, og var hún þá lögð ofan á kaleikinn, en
kaleiksdúkurinn (velum calicis) var á milli, ofan á og utan um kaleik-
inn; hún var þá höfð líkt og patínudúkur (palla calicis) nú og þann-
ig mun þessi taska sem hér er um að ræða hafa verið notuð. Á
það bendir einkum það, að aftaná henni er hvítt léreft, sem virðist
upprunalegt, en ekki rautt flauel eins og að framan eða ofan. Þeg-
ar síðan að hætt var að hafa velun calicis og corporaldúk, þá var
taskan saumuð aftur og höfð öldungis eins og patínudúkar eru hafð-
ir nú. Þessi taska er að líkindum frá 15. öld ofanverðri eða önd-
verðri 16. öld
í Árb. ’08, 41 var getið um aðra corporal-tösku, sem enn er í
Skálholti. — Nr. 278 á safninu er gömul corpóral-taska frá Þöngla-
bakka; á þeirri er krossfestingin (sbr. »Skýrsla« I., bls. 123). Hvor-
ug þeirra er neitt viðlíka eins skrautleg og merkileg eins og þessi.
í 8uinum gömlum íslenzkum máldögum er getið um corpóral(s),
hús; þau voru notuð líkt og töskur þessar og hafa verið kistlar,
stundum með húslagi líklega. í stað þess að hafa tösku var nefni-
lega oft hafður lítill kistill (capsa — eða capsella — corporalium).
Nafnið corpóral(s)hús er komið úr lágþýzku, þessi corporalahylki
voru kölluð Corporalhuiss á lágþýzku. (Bock II., 271 og Taf. XXXV).
Matthlas Þórðarson.