Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 25
27 fjórþætt og all grófþætt. Hinn búturinn, sem er með króknum, er af tólfþættu meni og hefir það verið snúið saman úr 4 snúrum, en hver snúran þríþætt. — Endarnir síðan bræddir og slegnir sam- an. Mestur skrautgripurinn hefir þó sá verið, sem fremstij bútur- inn á myndinni er úr. Er þetta þunn plata með 2 bólum á og eins og eyra eða hanka á einni hlið; beygist sá hanki í krók og hefir verið höggvið af endanum. Virðist enginn vafi á því, að beygja þessi hafi verið gerð á eftir að búið var að höggva af og gerð til þess að búturinn færi betur í pung. Þó hefir álma þessi ekki verið bein, heldur beygst áfram fyrir neðan plötuna (eins og hún stendur á myndinni). — Inn úr bólunum ganga naglar í gegnum plötuna og eru hnoð á að innan. Randirnar beggja vegna við efri bóluna eru óskertar og sömul. röndin vinstra megin við neðri bóluna nokkurn veginn, en hinar randirnar (3) bera þess merki, að þar hafi verið höggvið af. Verkið á þessari hlið plötunnar sést á myndinni, strikin í bekkjunum eru gerð með skörpum oddi (grafin) og sömul. er gröftur á eyranu. Hins vegar á plötunni er einkar haglegur gröftur gerður af verulegri list, — en þar eð svo mikið vantar, verður ekki með vis8u ráðið hvað hér hafi verið, að líkindum dýramyndir þó, en auðvitað hugmyndir einar (fantastiskar)1). — Verkið virðist vera í fornírskum stíl og að líkindum hefir þetta verið fornírskur skraut- gripur frá 9. öld, en fallið í víkingahendur og sætt verri meðferð en skyldi. Eg hefi gjört tilraun til að endurmynda (rekonstruere) þennan grip (sjá myndina). Með því að gera annan hluta eins og þennan, — og hinn hálfhringmyndaði bekkur á plötunni sýnir, að miðjan hefir verið við brúnina hægra megin, — og með því að fylla svo út í skarðið að neðan og barminn að utanverðu, eins og stefna strik- anna í bekkjunum fram með heilu röndunum bendir til, kemur fram mynd, er lítur allvel og eðlilega út. Álmurnar að ofan virðist sjálf- sagt að sameina svo að úr verði hringur. Bólur er líklegt að hafi verið á hornunum yzt beggja vegna, en á miðju virðist ekki hafa verið bóla eins og hinar. Þó er þar gat og að líkindum hefir eitt- hvað verið fest þar í og á, ef til vill steinn (eða gler) með umgjörð utan um. Eftir þessari enduimynd að dæma hefir þessi skrautgrip- ur verið hringja eða næla (broche). Má benda á svipaða nælu að laginu til, sem hefir fundist í Þrándheimi, sbr. 0. Rygh, Norske Old- sager, nr. 697; ennfremur eru myndir af tveim nokkuð áþekkum l) Sbr. t. d. myndirnar 17. og 18. á bls. 295 i Proceedings of the Society of Antiquaries, Edinburgb, Vol. III. (1881).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.