Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 12
14 það mjög graflð og sést lileðslugrjótið þar hrapað niður lengra og skemra ofan moldarbrekkuna Leiigd tóftarinnar heldur sér og er rúml. 6 fðm. Breiddin frá vesturveggnum að gilsbakkanum er 2 l/2 fðm. A vesturveggnum er að sjá sem 2 óregluleg skörð og skamt á milli. Þori eg þó ekki að taka þau fyrir dyr, því veggir og gafl- ar eru alsettir mosahnúðum, sem margir eru allstórir og aðskildir hver frá öðrum. Skörðin er því ekkert að marka, enda þó eg áliti réttara að geta þeirra. Þykir mér engu ólíklegra, að dyrnar hafl verið á austurveggnum. Og eigi má vita nema hann hafi verið nokkurs konar miðveggur og annað jafnstórt hús austanmegin hans. Hefði þá húsaskipun verið lík og á Eiríksstöðum í Haukadal (sjá mynd í Arb. ’95). Það hús hefði gilið þá grafið burt. Gæti það vel verið, en ekki er hægt að vita neitt um það. Víst er, að gilið hefir ekki verið niðurgrafið þegar bygðin var hér. Það hefir þá verið bæjarlækur þessa bæjar. Litlu neðar en á móts við tóftina kemur annar gilskurður (e) saman við bæjargilið (sem er merkt b). Hann er stuttur, en djúpur og þröngur og lítur út fyrir að hafa myndast svo að segja nýlega. Á sléttu svæði fyrir austan hann, bakvið dálítinn hól, eru 2 tóftir, hústóft nál. 7 fðm. löng og 2 fðm. breið, og ferhyrningur 3 fðm. á hvern veg. Hann hygg eg heystæði, en hústóftina fjós og mun það hafa verið einstætt. — Eins og skurð- irnir eru nú, eru þeii svo iliir yfirferðar, að engum hefði dottið í hug að hafa þá. milli fjóss og bæjar. Mundi fjósið sett á annan stað ef þeir hefði þá verið svo. En þá mun skurðurinn b hafa ver» ið grunnur bæjarlækur og skurðurinn c lítið drag eða jafnvel ekki til. (Skurðirnir eru þannig merktir á uppdrætti, sem eg læt fylgja, og er skurðuriun fyrir vcstan túnspilduna merktur á). Mjög fagur bústaður hefir verið á þessum stað og landskostir góðir. En eigi er á rústunum að sjá, að bygðin hafi haldist þar lengi. VI. I Skaftárdal. Fyrir ofan tún í Skaftárdal heitir Tumastofa. í henni er dys, er kallast Tumaleiði. Er nokkurn veginn auðséð, að grafið hefir ver- ið í leiðið. Engin sögn er um Tuma. — í Skaftárdal eru tveir bæir. I eystri bænum er bollasteinn úr blágrýti, hér um bil 100 pund að þyngd. Bollinn í honum var mér sagt að tæki »réttmælda« 3 potta. Sigurður sál. Vigfússon hafði skoðað steininn og farið fram á að fá hann fluttan til Forngripasafnsins, Eigi hafði þó orðið af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.