Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Page 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Page 3
5 til, að hún hafi fengið nafn af því, að sandur hafi »stemmt« fyrir samhengi hennar við lónið í Gilinu. Er ekki vafamál, að fyr hefir hvorttveggja verið sami pollurinn, aflangur og hyldjúpur. Nú er þar á milli hálfþurt haft, sem myndar breiða grasspildu, er bæði liggur fyrir framan mynni Gfilsins og nokkuð inn eftir því. Þornar það ár frá ári og sjá núlifandi menn mun á því. Jón bóndi Jóns- son á Seglbúðum — sem nú er dáinn 94 ára gamall, en var lifandi og með fullri rænu í lok júnímán. í sumar (1909), — sagði mér, að hann hefði fyrstur ráðist í að byggja göngubrú yfir um minni Gils- ins. Áður þóttu það ekki tiltök vegna bleytu. Það sagði hann mér líka, að þá er hann kom að Segibúðum, nál. miðri 19. öld, var Stemma hvergi væð. En nú er hún alvaxin sefi, og má slá það alt eða skera. Svo grynnist hún ár frá ári. Og jafnframt þornar mýr- lendið. Kemur það af því, að þá er alt liggur undir ísi á vetrum, fýkur sandurinn hindrunarlaust yfir, og meira eða minna af honum nemur staðar. Það er því engan veginn sérlega ólíklegt, að á landnámstíð og t'yrst framan af eftir það, hafi sjór náð upp að Seglbúða-hraunbrún- inni og inn í Gilið. Hugsa má sér, að þar hafi verið útgr^mni, neraa djúpur áll, sem Stemma og lónið í Gilinu eru leifar af. Nú sést af Landnámu, að áður en hún var rituð hafði jökulhlaup komið í Al- mannafljót (nú Hverfisfijót), er áður var ekki annað en lækur. Hefir það þá borið ógrynni af sandi fram í sjó. Og oftar kann það að hafa hlaupið. Um Núpsvötn er víst, að þau hafa oft hlaupið. Ur þessum hlaupum, — fyrir utan hinn stöðuga framburð jökulvatn- anna, — hefir sjórinn tekið á móti meiri sandburði en hægt er að gera sér hugmynd um og kastað honum jafnótt upp að landinu og þannig smásaman breikkað ströndina fram. Hefir sú breikkun eink- um færst vestur með, því með suðurströnd landsins er »vesturfallið« aðalstraumur. I sambandi hér við skal þess getið, að árspræna milli Holts og. Heiðar á Síðu heitir Fjarðará. Hafa margir, og það vitrir menn, ráðið af því, að þangað hafi fjörður náð fyrrum. Hefði þá alt Land- brotið verið sjávarströnd. Þann fjörð hefði þá árburður fylt, ef ekki eldhraun. öðrum hefir þótt þetta ólíklegt, og hafa þeir því snemma komið með þá tilgátu, að ársprænan héti raunar ekki »Fjarðará«, heldur »Fjaðurá«. En hvaða merkingu gæti það nafn haft? — Tím- inn, sem engar sögur fara af hér að lútandi, er svo langur og hefir haft svo miklar breytingar í för með sér, að þar er ef til vill »fátt, sem fortaka má«. En ekkert er um það hægt að fullyrða. Enn hai'ði eg heyrt þau munnmæli, að hjá Seglbúðum hefði,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.