Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Síða 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Síða 46
48 loftinu; ekki er hann víður né hár, en þó vel manngengur. Ekki varð þar vart neinna mannaverka. ísmyndanirnar í Surtshelli ei'u að kalla einungis í insta hlutan- um, þar sem frjósa nær á vetrum vatn það er stöðugt drýpur niður gegnum hellisloftið, en ekki nær að bráðna að sumrinu. Þessar ís- myndanir hafa verið með mjög svipuðu móti nú um 40 ár að minsta kosti og máske mörgum sinnum það, en 1907 breyttust þær að mörgu leyti og skal þó ekki skýrt nánar frá því hér; mun annað- hvort jarðilur eða árferði hafa valdið, að líkindum hið síðara. Þeir Eggert og Bjarni lögðu tvær myntir með innsiglum sínum á í vörðu eina inst í hellinum. Margir ferðamenn og þeir er skoð- uðu Surtshelli síðan fylgdu þeirra dæmi og lögðu peninga í vörðuna. Lítt þótti þeim þó fjölga þar. Þegar eg kom í Surtshelli var ný- lega búið að taka myntirnar allar úr hellinum heim að Kalmans- tungu voru þær þá geymdar þar. Síðan mun siður þessi hafa lagst niður. Sökum raka er þessi staður í hellinum óheppilegur til þess að geyma þar nokkuð þess háttar. Víðgelmir. Brynjólfur Jónsson minnist á þennan helli í Arb. ’04, bls. 16; hann kallar hann »Víðgemlir« og i sumar heyrði eg hann ávalt nefndan »Víðgeymir«, en hvorttveggja er afbökun úr hinu forna nafni hans, sem finst í kaupbréfi frá árinu 1398l). Hellirinn er skamt fyrir sunnan veginn, sem liggur á milli Fljóts- tungu og Kalmanstungu i Hallmundarhrauni. Eg rannsakaði helli þennan daginn eftir að eg hafði gengið i Surtshelli í sumar. Var mér sagt að hann væri geysilangur og hefði enginn fundið botn í honum enn svo kunnugt væri. Olafur bóndi Stefánsson i Kalmans- tungu gekk með mér í hellinn. Víðgelmir er víðast afarvíður og hár. Op hans er mjög vítt og langt, stór dæld i hrauninu þar sem loft hellisins hefir fallið niður að botni á all-löngum kafia nálægt norðurenda hellisins. Hellirinn skiftist við það í tvent, norðurhellir, sem er að eins stuttur skúti, og suðurhellir, sem raun varð á að var geysilangur. Um önnur op en þetta eina er eiginlega ekki að ræða. Fremst í suðurhellinum er sem stór pallur, er nær því lokar hellinum, og verður þar að eins þröngur gangur inn hægra megin. Á gólfinu þar sjást leifar af fornum þvergarði, er bygður hefir verið til varnar yfir þveran gang- ‘) Prentað í D. I., III. 520.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.