Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 5
7
staðinn, sem er í þeirra landareign og var nú orðinn innan eða norðan
sandgræðslugirðingar, er hjer var gerð síðastliðið sumar. Staðurinn
er vestan-við Fljótsbotna, upptök Eyjarfljóts. Tóptirnar eru í tveim
stöðum, þjett vestan-við veginn, sem þar liggur1) suður frá þjóðveg-
inum, að Grænhólavaði á Eyjarfljóti; er vaðið skamt suður frá syðri
tóptunum. — Vegur þessi liggur síðan suðaustur sandinn, rjett fyrir
austan Gamla-Berjanes (þar sem Tyrfingur mun hafa búið), suður í Af-
fall, suður yfir Rjettasand og að Voðmúlastöðum; er hann þar spöl-
korn fyrir austan Gamla-Vorsabæ, þar sem Höskuldur Hvítanesgoði
bjó. Á milli tóptanna
og Gamla-Vorsabæjar
eru 4 km., hæg hálfrar
stundar ferð. Staður-
inn, sem tóptirnar eru
á, er þýfð, vallendis-
kend flatneskja, dálít-
ið sandorpin, því að
uppblásturinn mikli,
milli Þverár og Affalls,
er skamt norðan- og
austan-við. Staðurinn
hefur verið varinn;
eru forn garðlög skamt
(um 34 m.) frá tópt-
unum að norðan- og
vestan-verðu, og all-
langt frá þeim að
sunnan-verðu, en fljót-
ið hefur verið að
austan-verðu. Það
mun mega líta svo á,
að fljótið myndi hjer
dálítið nes og í forn-
öld, áður en lands-
lagið umbreyttist hjer
af sandroki, kann að
hafa vaxið hjer svo
mikil fífa, að jörð varð
hvít af. — Fleiri afar-
löng og fornleg garð-
1) Hann er nú af lagður eða verður ekki farinn eptir að girðingin kom.