Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 10
12 nesgoða, (og hafði Fl. gefið Hösk. Hildigunni, bróðurdóttur sína). Móti ofurefli er að sækja, og mikið kapp lagt á manngjöld eða hefndir. Hann hefur flokk manna, og hraðar mjög ferð sinni. Sjálfsagt helst til þess, að verða á undan Njáli tii alþingis, og ekki of seinn til liðs- bóna við ýmsa höfðingja. Flosi er árrisull, og gefur ekki flokki sínum tóm til að matast fyr en undir dagmálin, eftir að hafa riðið langann veg og nokkuð úr leið: frá Dal við Eyjafjöll út að Vorsabæ í Landeyjum, til Hildigunnar. Hægt er riðið langferðahestum að morgni, fullum af góðu haglendi, þeir eru þvi bundnir í tröð í Vorsabæ, og ekki tafinn tíminn með flutningi og sókn út fyrir tún og engjar. Nú fara hestar að verða léttari á sjer. Eftir máltíð og viðtal við Hildigunní, stígur Flosi þegar á bak, í afar æstu skapi. Nú fá hestar að brokka, og farin er skemsta leið að hverju því vaði sem vera skal á Þjórsá. Liggur sú leið í þröng milli Þríhyrnings og Vatnsfells (Vatnsdalsfjalls)1) yfir Fiská á »Holts- vaði« því, er nefnt hefur verið hér. Norðaustur frá vaðinu er Reynifellsalda. Styðja það nokkrar líkur, að bær Hróðnýjar, móður Höskuldar Njálssonar (er veginn var til hefnda fyrir víg Þráins Sigfúss.) og systur Ingjalds á Keldum, hafi þá staðið þarna útsunnan í öldunni, og heitið Holt2). Að því leyti er ekki ólíklegt að vaðið væri kallað Holtsvað. En hitt er næsta ólíklegt, að mörgum tugum eða hundr- uðum hesta væri áð á þessum stað. Sunnanvert við ána er Engi- dalur. Landslag sýnir líkur til, að þar hafi jafnan engjar verið. Þar hefur því aldrei verið leyfður áfangastaður, enda blasti hann við frá »Holti«. En ofanvið vaðið hefur túnið þegar tekið við, og úr því tekur þar við þyrrið land (með kvisti, lyngi — og fágætum sauða- merg), ekki vel fallið fyrir hesta. Eftir að Flosi hafði komið orðum til Sigfússona (að þeir skyldu koma allir saman til alþingis) og það var mjög auðvelt á þessari leið, þurfti hann hvergi að koma og vildi engan finna, fyr en Ingjald á Keldum. Heldur því áfram við- stöðulaust út yfir Rangá eystri, á móts við Keldur. Það er greiðasta leiðin, mishæðaminsta, þráðbein að kalla frá Fiská við Engidal að Holtavaði á Þjórsá, og fjölfarin leið á þeim dögum. Leið sú lá fast við Knafahóla3), þar sem fegðarnir frá Sandgili og undan Þríhyrningi 1) Getgáta Br. J. Vaðsdals bæjarnafnið, þykir mér að öllu með ólíkindum. 2) Þykir mér þó, sem meiri likur megi finna að bæjarstæði þessu nær Sám- stöðum, ef þar væri rannsakað. 3) Líklega væri réttara að rita Gnafahólar, því á þessari leið, gnafa eða gnæfa hólamir yfir flatlendið langa leið frá báðum hliðum. í daglegu tali em þeir nefndir Knæfhólar, eða Gnæfhólar. Það er svo líkt í framburði að naumast verður greint á milli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.