Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 12
14 eins og víða annarstaðar. Vatnið minkar jafnt og stöðugt með gróðrin- um, og hverfur loks alveg með honum. Nú er Vallartanginn — og nálega öll þessi leið milli Rangánna — sandur einn og grjót og öræfi. Að norðanverðu við síðast nefnt »Holtsvað« voru á dögum Njáls- sögu krossgötur í allar höfuðáttir, frá Eyjafjöllum til alþingis og frá Eyrarbakka austur i Skaftárþing, aðal Fjallabaksvegurinn. Neðar við Rangá, varð Ingjaldur á Keldum meira en lítið var við brennumenn, er þeir voru á leið upp með ánni að austanverðu, morguninn eftir Njálsbrennu. Héldu þeir stefnu á Holtsvað, og sýndust því ætla að flýja austur Fjallabaksveginn. Var þá og vel til valið, fyrir óvini þeirra og eftirleitarmenn, að koma saman á næstu kross- götum, og skipa þaðan á fleiri leiðir til vara, einmitt út frá Fjalla- baksveginum á báðar hliðar. En að þeir Kári og Ingjaldur (báðir særðir) skyldu eyða tíma frá eftirreiðinni til þess að ríða — um V2 dagleið — upp í Þjórsárdal til liðsbónar við Hjalta, það sýnir bezt, hvílíkt traust þeir höfðu á honum, og hve miklum liðstyrk hann hefur ráðið yfir á nálægari slóðum, austan Þjórsár. Af þessum ástæðum, hlaut eftirreiðin að tefjast meira en dægur, þrátt fyrir iljótustu ferð og beinustu leiðir. Ótrúlegt að þeir Kári færu þá óþarfa króka: út að Holtavaði eða suður að Þverá. Á meðan beit Flosi á jaxlinn og brosti í kamp, er hann sá ofan af Þrihyrningi, »manna reiðina um héraðið«. Og flokkarnir við Holtsvað á Rangá, voru í hæfilegri fjærlægð til þess, að af fjallinu mætti sjá allar aðfarir og eltingaleik þeirra. En þó ekki svo nærri, að þeim fjallabúum væri ekki auðvelt að láta lítið á sér bera. Ef flokkar hefðu komið saman við »Holtsvað« á Fiská, fast undir Þrihyrningi, þá hefðu Flosamenn ekki séð hvað þar gerðist, eða þorað að læðast fram á brúnir og niður í brekkur, því þá áttu þeir á hættu, að höfuð þeirra bæru við himin, og ekki þyrfti að leita þeirra svo langt yfir skamt, sem raun gaf vitni. Af því sem að framan er sagt, vildi eg helst mega fullyrða: 1. Að vöðin umtöluðu hafi verið tvö. 2. Að þau séu bæði eyðilögð, eða yfirferð þar hætt fyrir langa löngu, og því hafi gleymst hvar þau voru. 3. Að Holtavað hafi verið á Þjórsá, ofan til við, eða efst um Árnesið, sem þá var nær þvi eða alveg landfast að norðanverðu. 4. Að Holtsvad hafi verið á Rangá eystri, neðan við Árholtið, í Keldnalandi og Reynifells. Vigfús Guömundsson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.