Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 14
16
skipulegar og samfeldar. Er það trúa mín, að jafnvel nú á tímum
væri einum eða tveimur mönnum ókleift verk, að semja jafn heil-
steypta landslýsingu eins og þá, sem fólgin er í Landnámabók, nema
ferðast um öll hjeruð landsins, útnes og afdali. Eru þó simar og
og loftskeyti, brjefasendingar, brýr og vegir, slíku starfi mjög til
hægðarauka, en alt þesskonar vantaði á ritöld. Hygg jeg það vera
skrumlaust, að telja Landnámu bókmentalegt stórvirki. Og að fróðra
manna áliti eiga aðrar þjóðir, þótt stærri sjeu, ekki eins forn og
merkleg landnámsrit eins og íslendingar.
Þá er og annað eftirtektarvert. Þrátt fyrir stálgreipar elds og
ísa, óstjórnar og refsilaga, mannfallssótta og hungursharðinda, sem
kramið hafa þjóðina miskunnarlaust, hafa fegurstu og frægustu bók-
mentirnar lifað það alt af, þar á meðal Landnáma.
Hafa þó bæjabrunar og kirkna — gert afskaplegan usla í hand-
ritasöfn og eignir og gengið þannig öðrum óvinum þeirra á hönd.
En »þá er eins og hulin hönd
hjálpi’ er mest á liggur«.
Einhver hulin verndarhönd hefur hjálpað í þessu efni — og það
verður aldrei þakkað og metið, eins og skyldi, þeim mönnum, sem
varið hafa kröftum sínum til styrktar og verndar þjóðlegum sögu-
vísindum á aldalöngum erfiðleikatímum.
II.
Ef það er rjett, sem dr. B. M. Ólsen hefur haldið fram, að Ari fróði
hafi fyrstur manna ritað um landnám á íslandi, hefur Ari orðið að afla
sjer upplýsinga frá kunnugustu og minnugustu mönnum, í hverju hjer-
aði. Sjerstaklega hefur hann átt erfitt með að fá hárrjettar lýsingar af
sveitum þeim, sem fjarzt lágu dvalarstöðvum hans t. d. Norðurlandi.
Líklegt er, að Ari hafi oft verið á Alþingi, og þá hefur hann átt
hægast með að ná í fjærsveitamenn og spyrja þá spjörunum úr.
En vitanlega gat þeim heimildarmönnum skeikað í ýmsum atriðum,
er snerti landnámslýsingar og takmörk landnáma* 1). Ari getur þess í
»Um tímatal i íslendingasögum* (Safn til sögu íslands II. B.). Kemur það í ljós, að
tímatalsskekkjur og ættfærslu ónákvæmni eru ekki svo fáar í Landnámu, eins og
eðlilegt er. Þó held jeg, að dr. Guðbr. byggi ofmikið í einstöku atriðum á sumum
íslendingasögum, og að Landnáma hafi oftar rjett fyrir sjer, en hann hyggur.
1) Kolskeggur Ásbjarnarson (lögsögumaður frá 1139—1145) hefur verið
ágætur heimildarmaður um landnám í Austfirðingafjórðungi. Mjög óviða mun
skeika þar frá rjettu — sbr. ritgerð eftir sjera Sig. prófast Gunnarsson á
Hallormsstað: Örnefni frá Axarfirði að Skeiðará (Safn II. B. bls. 429—497). Og
þau fáu atriði, sem mishermd kunna að vera, geta stafað frá misiestri afritara
eða misritun þeirra. (Sjá t. d. Safn II. 434).