Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 19
21 Laxárdal og eftir honum heiti Skefilsstaðir, sem er insti bær á Skaga. í fljótu bragði gæti þetta virzt rjett vera. En móti því vitnar Land- náma eindregið og aðrar heimildir, sem bent hefur verið á hjer að framan. En jafnvel þó Skefill sje sjaldgæft nafn, hafa fleiri en Skefill landnámsmaður heitið því nafni1). Vill svo vel til, að í þætti Þorgríms Hallasonar (sjá 18.—20. kap. í sögu Magnúsar góða) er getið um bræður tvo, syni Hallbjarnar skefils úr Laxárdal. Hallbjörn sá hefur ■efalaust búið á Skefilsstöðum um árið 1000, hafi hann verið til, sem or sennilegt, þar eð hans er getið í fornri heimild. Hefur sögumaður verið ókunnugur bæjaskipun þar í sveit, enda eru takmörk Skagans og Laxárdals svo óglögg, að sumar fornar heimildir telja Skefilsstaði í Laxárdal. Aftur á móti bendir auknefnið á, að Hallbjörn hafi verið afkomandi Skefils landnámsmanns, en hvort Hallbjörn hefur fyrstur bygt á Skefilsstöðum verður ekki vitað. En trúað gæti jeg því samt, einkum ef hann hefur verið í 2. eða 3. lið frá landnámsmanninum, sem vel gæti staðist tímans vegna. IV. Þá kem jeg að frásögn Ldn. um Vjekel hinn hamramma og Þorvið. Er sá kaflinn á þessa leið: »ÁIfgeirr hét maðr, er nam um Álfgeirs- völlu ok upp til Mælifellsár, ok bjó á Álfgeirsvöllum. 240. Þorviðr hét maðr, sá er land nam upp frá Mælifellsá til Giljár............... 243. Vjekell en hamrammi hét maðr, er land nam ofan frá Giljá lil Mælifellsár, ok bjó at Mælifelli«.................(Ldn. bls. 104 10—14 Qg 29—31) Einnig segir Landnáma, að Hrosskell næmi Svartárdal allan ok Ýrarfellslönd öll með ráði Eiríks (í Goðdölum), niður til Gilhaga, »ok bjó at Ýrarfelli«. Það er auðsæ villa í frásögninni um landnám Þorviðar. Hann er látinn nema milli Mælifellsár og Giljár. Og Vjekell nemur nákvæmlega sama landsvæði. Jeg álít, að það sje rjettara, að Vjekell2) muni numið hafa milli ánna. Um hann er miklu meira sagt en Þorvið. Landnámuhöfundur 1) Upphaflega hefur Skefill verið auknefni, og hefur það vitanlega þekst í Noregi allsnemma. E. H. Lind bendir á það í bók sinni: »Norsk-islánska dopnamn och fingerade namn«, að prestsetrið Nannestad í Noregi hafi heitið Skefilsstaðir. í Reykdælu er nefndur Skefill sverð — austmaður. Og Skefill er talinn með -sækonungaheitum i Snorra-Eddu. 2) Ketill — í Sturlubók.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.