Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 22
24
hafa takmarkað, ásamt sjónum, land Öndótts að vestan. Þetta hefur
verið dálagleg bújörð, sem hann hefur keypt að Sljettu-Birni. Átti
Björn þó álitlegan skika eftir eða alla Óslandshlíð, og meira þó.
Allur Viðvíkurhreppur er því í landnámi Öndótts, yztu bæirnir í
Hólahreppi milli ánna og einnig Garðakot (áður Garðar) og Skúfsstaðir1).
IV.
Landnáma kveður þannig að orði um landnám Friðleifs hins
gauzka, að hann hafi numið »Sléttahlíð alla ok Friðleifsdal milli Frið-
leifsdalsár ok Stafár, ok bjó í Holti. (Ldn. 109).
Næsti landnámsmaður sunnan við Friðleif var í raun og veru
Hrolleifur mikli, er bygði fyrstur Hrolleifsdal, en Höfða-Þórður gerði
hann burt þaðan fyrir víg Odds Unasonar.
Augsýnilega hefur Friðleifur numið að Hrolleifsdal eða að landi
því, er dalnum taldist. Og jafnvíst er það, að Friðleifur hefur búið í
landnámi sínu í Holti, þó að bæjarnafnið þekkist þar ekki.
Er þó engin ástæða til að rengja frásögn Landnámu, því að höf.
hennar hefur haft sannar sagnir um staðháttu þar um slóðir.
Friðleifsdalsá og Friðleifsdalur þekkjast ekki í landnámi Friðleifs
nú, en þegar þess er gætt, að landnám eru talin í röð að sunnan til
norðurs, þá getur ekki verið um annan dal að ræða en Skálárdal, sem
er næstur Hrolleifsdal að norðan, Skálá (eða Skálárdalsá) er því sama
áin og Friðleifsdalsá, sem Landnáma nefnir, og Skálárdalur sami dalur
og Friðleifsdalur til forna. Þetta stendur einnig alt heima við frásögn-
ina og getur ekki öðruvísi verið. Einmitt þetta, að dalur þessi hjet
eftir Friðleifi, bendir á, að hann hafi reist bæ sinn þar í nánd eða í
dalnum. En það leiðir aftur til þeirrar ályktunar, að bæjarnafnið hafi
breyzt í svipaða átt og dalsheitið, sem vissa er um að orðið hefur.
Eftir því ætti Skálá að vera sama jörð og Holt, Iandnámsjörð
Friðleifs. Þetta styðst líka við munnmæli, sem kunn hafa verið til
skamms tíma, þar um slóðir, en voru alkunn áður, að Skálá hafi í
fornöld heitið Friðleifsholt'2). Þegar munnmæli styrkjast við aðrar
1) Orðalag Ldn.: »læk þeim er verðr út frá Nautabúi«, ber auðvitað að skilja
þannig, að hann sje fyrir norðan Nautabú. En þar er ekki um annan »læk«
að ræða en Skúfsstaðaána, sem rennur sunnan við Skúfsstaðatún og niður í
Hjaltadalsá.
2) í Sóknarlýsingu Fellssóknar um 1840—1850, segir síra Davíð Guð-
mundsson, þá prestur í Felli, að »mælt sje, að Skálá hafi heitið Friðleifsholt*.
(Hdrs. Bmf. í Lbs. nr. 21).
Munnmæli þessi heyrði og Jón hreppstjóri Jónsson á Hafsteinsstöðum i
ungdæmi sínu, og hafði jeg heyrt hann segja þau, löngu áður en jeg sá nefnda
sóknarlýsingu.