Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 23
25
:sennilegar líkur, verður að treysta þeim, meðan ekkert finst, er sannar
hið gagnstæða. Eins og kunnugir vita, stendur Skálá við Skálárdals-
mynnið (= Friðleifsdals) norðan árinnar.
Norðar og vestar í Sljettuhlíð stendur Fell. Er fremur skamt á
milli bæjanna. Sjera Davíð Guðmundsson segir í sóknarlýsingunni
(frá 1850), að »Fell hafi heitið Brautarholt af holti því, sem bærinn
stendur á, og þremur brautum, sem höggnar hafi verið í skóginn
(í fornöld) á 3 vegu frá bænum. Er vegurinn út og suður frá Felli,
enn nefndur Brautir«1).
Ef báðir bæirnir hafa heitið Holt í fornöld, getur vel verið, að
nöfnum hafi verið breytt af ásettu ráði, til gleggri aðgreiningar.
Einnig gat það ruglað ókunnuga frekar, þegar Holt í Fljótum, sem
er að vísu allmiklu norðar, var á næstu grösum. Fleiri Holtsbæir gátu
verið til um þessar slóðir á fyrri tímum, þótt ekki sje kunnugt t. d.
Keldur, yzti bær í Fellshreppi, sem sóknarlýsingin segir, að fyrrum
hafi heitið Holt.
Hafi Skálá heitið Friðleifsholt, sem líkurnar virðast styðja sterk-
lega, hafa nafnaskiftin orðið fyrir árið 1300, því að 1334 er nafnið
orðið fast. (DI. II. B. 674). Og svipað má segja um Fell (1394) (sjá
DI. III. 13).
Bersýnilega er bærinn kendur við einhvern skála. Mætti geta
þess til, að bæjarnafnið hafi staðið í einhverju sambandi við Grundar-
skála í Sljettuhlíð, sem nefndur er í rekaskrá Hólastóls árið 1374
i(DI. III. B. 278 o. v.). Mun hann verið hafa þar á nálægum slóðum
og ekki langt frá sjó.
Landnáma telur ýmsa nánustu niðja Eilífs arnar, þar á meðal
»Örn (Eysteinsson) í Fljótum«.
Þetta getur vitanlega verið rjett. En til eru Arnarstaðir í næstu
sveit (Sljettuhlíð syðst), og vegna þess, að Arnar nafn var fremur fá-
gætt á landnámsöld, þykir mjer líklegt, að Örn hafi bygt á Arnar-
stöðum, og því sje rjettara í Sljettuhlíð, en ekki í »Fljótum«. Um
þetta fullyrði jeg þó ekki. En aftur er annað ljósara. Höfundur Land-
námu nefnir ekki bæ Arnar. Hefur ekki vitað nafn hans. En Arnar-
staðanafnið (í næstu sveit) styður þarna frásögnina um Örn. Höf. gat
því ekki búið það nafn til útfrá bæjarnafninu.
Hjer má og bæta því við, að ekki mun vera alveg rjett sagt frá
landnámi Nafars-Helga. »Þórðr nam land upp frá Stíflu til Tunguár,
1) Þetta lifir enn í munnmælum. Eftir sögn Jóns á Hafsteinsstöðum hjetu
móarnir norðan við Fell Skógur, og áframhald af veginum norður frá Felli
ikallaðist Tjarnarbraut.