Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 25
27 Uni hjet sá, sem nam Unadal. Ber þeim saman um það'. Uni er þá næsti landnámsmaður norðan við Sljettu-Björn. Nú er bersýnilegt, að lýsing Landnámu á landnámi Kolbeins kem- ur alveg í bága við landnám Sljettu-Bjarnar. Atriði þetta verður og enn flóknara við það, að Grjótá, sem nefnd er, og á að takmarka landnámin, þekkist hvergi á þessum slóð- um. Og ekki heldur er um neina á að ræða í landnámi Sljettu-Bjarnar, sem heitið hafi því nafni. Þegar það er haft í huga, að orðalagið »milli Deildarár ok Grjótár« felur í sjer landnámstakmörk báðumeg- in, verður að álykta af því, að land það, sem Sljettu-Björn seldi Öndótti, hefur verið innan þessara takmarka. Móti því verður tæp- lega mælt með rökum. En vegna þess, að Deildará takmarkaði land- nám Sljettu-Björns að norðan og Grjótá að sunnan, en Öndóttur keypti land að Gljúfrá, suðurmörkum landnámsins, hlýtur Grjótá og Gljúfrá að vera ein og sama áin. Frásögnin verður þá vel skiljanleg og lýsingin verður samfeld og óslitin. Þessi missögn hygg jeg, að slæðst hafi inn í Landnámuhandritin af mislestri afritara. Hefur því staðið í frumritinu Gljúfrá fyrir Grjótá. Þá hygg jeg, að það sje rangt, að láta landnám Kolbeins ná yfir það, sem Sljettu-Björn nam. Öndóttur kaupir landið að Sljettu-Birni, en ekki Kolbeini, og hvergi er þess getið, að deila hafi orðið úr þeim kaupum. Býr Öndóttur í Viðvík óáreittur. Sljettu-Björn hefur þá átt eftir Óslandshlíð og búið þar. En Kolbeinn hefur numið Kolbeinsdal, neðan frá ármótum, þar sem Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá koma saman, og upp til Öræfa. Hann hefur einnig slegið eign sinni á Hjalta- dal, því að Hjalti kom »út nokkuru síðar en Kolbeinn«, segir Mela- bók. Enda ber öllum handritaflokkunum saman um það, að Hjalti hafi numið dalinn »at ráði Kolbeins«. Sögnin »nema«, táknar þá hjer að byggja (dalinn), og hefur hún því haft tvær merkingar, eins og Konráð prófessor Gíslason hefur fyrir löngu bent á. (Safn til sögu ísl. II. 702). Landnáma setur Birni bústað á Sljettu-Bjarnarstöðum, en það hygg jeg að sje blandað málum. Orðin »nam fyrst« benda til þess, að Sljettu-Björn hafi numið síðar annarsstaðar. Enda hefur Landnáma sagt frá því áður (bls. 73), að Sljettu-Björn hafi »með ráði Steinólfs lága numið enn vestri dal í Saurbæ«. Dr. Guðbrandur Vigfússon ætlar, að Steinólfur hafi lifað fram yfir 930. Sljettu-Björn átti Þuriði dóttur Steinólfs, og hefur hann ef- laust átt hana eftir að hann fluttist vestur og það hefur verið á efri árum Bjarnar. Hygg jeg, að Sljettu-Björn muni hafa dvalið um 10 ár fyrir norðan, en fluzt þá vestur, ef til vill vegna tengdanna við Steinólf. Að Sleitustaðir i Kolbeinsdal sje landnámsjörð Sljettu-Bjarnar, er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.