Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 26
28
alveg óvíst, og engin heimild finst fyrir því. (Sbr. t. d. Sleitustaðir
1388 í jarðaleiguskrá Hólastóls). (DI. III. 411).
VIII.
Jeg gat þess í inngangi þessarar greinar, að benda mætti á ýms
atriði, sem styðja sannsögugildi Landnámu, í öðrum frásögnum, en
þau er að framan eru greind. Á jeg þó einkum við Skagafjörð.
Vildi jeg ekki lúka svo máli mínu, að sá skilningur slæddist í hug
einhvers, að frásögn Landnámu um Hegranesþing væri yfirleitt
óábyggileg. Mikill meiri hluti þeirrar lýsingar virðist í alla staði rjettur,
en ekkert tiltökumál, þótt ónákvæmni landnámsmerkja fyndist á þeim
stöðum, sem fjærst hafa legið Landnámuhöfundi. — Er og ekki tiltöku-
mál, þó að takmörk landnáma sjeu ekki alstaðar tilgreind, t. d. um
landnám Hjálmólfs. Sturlubók getur þess á þennan veg: »Maðr hjet
Hjálmólfr, er land nam um Blönduhlíð«. Melabók og Haukabók hafa:
.... ofan um Blönduhlíð«. Er það öllu rjettara, því að landnám
Hjálmólfs hefur náð ofan frá Bólstaðará (nú; Bóluá) niður (eða norður)
til Djúpadalsár (áður Djúpárdalsár, nú venjulega Dalsá). Skilja mætti
frásögnina svo, að Hjálmólfur hefði numið alla Blönduhlíð. En þetta
er aðeins framhluti Blönduhlíðar. Landnám Gunnólfs, Þóris dúfunefs
og vestari hlutinn af landnámi Þorbrands örreks er einnig í Blöndu-
hlíð. (Sjá Landn. bls. 106—107).
Framarlega í landi Hjálmólfs eru Úlfsstaðir. Jeg hef heyrt það
haft eftir gömlum fróðum Blöndhlíðingum, að þeir hefðu heyrt þau
munnmæli, að Úlfsstaðir væri landnámsjörð. Bæði nafnið og munn-
mælin styrkja því Landnámusögnina, þótt stutt sje hún og ekki ná-
kvæm. Mun Hjálmólfur heitið hafa Úlfur, en fengið auknefni sbr.
Kveld-Úlfur.
Það er alleinkennilegt, að hvergi er getið um, hver numið hafi
Hegranes. Aftur á móti má ráða það af þeirri sögu í Landnámu, þeg-
ar Hávarður hegrí bauð Kráku-Hreiðari vetrarvist, og var hann með
Hávarði »í Hegranesi«. Sýnir þetta gætni og samvizkusemi frumhöf-
undar, að telja ekki Hávarð hreint og beint með landnámsmönnum.
En aðeins þetta hefur hann heyrt sagt um Hávarð og ekki annað.
En þetta mun rjett hermt, því að í Áslandi (í Hegranesi) er eyði-
býlið Hegrastaðir, og getur Árni Magnússon þess í Jarðabók sinni.
Mun það hafa verið landnámsjörð Hávarðs, og einnig bendir Hegra-
nessnafnið á Hávarð, sem landnámsmann þeirrar sveitar.
Áður í grein þessari hefur verið minst á Kollsvein hinn ramma,
sem nam milli Þverár og Gljúfrár, »ok bjó á Kollsveinsstöðum