Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 28
30
ítexta upprunahandritsins, sem vitaskuld er glatað. Til dæmis að taka
bendi jeg á skýringu mína hjer að framan um nafnið Grjótá = Gljúfrá.
Einnig mundi það þykja fróðleikskostur, ef unt væri að láta fylgja
upplýsingar um örnefni þau, sem óskráð eru, en lifa þó enn á stöð-
um þeim, sem atburðirnir gerðust á, og standa í sambandi við prentuðu
sögurnar. Margra þeirra örnefna er getið í þjóðsagnasöfnum en mergð
þeirra er týnd, af því að allsherjarsöfnun örnefna og atburðamunn-
mæla hefur vanrækt verið. En mergur þeirrar þjóðlegu fræðigreinar
er þó hvergi nærri eyddur enn þá, og nefni jeg sem dæmi þess, að
í Skagafirði þekkjast örnefni, sem styðja frásagnir Þórðar sögu hreðu,
en eru þó ekki nefnd í sögunni. Þarf engan það að undra, þótt höf-
undar íslendingasagna vorra hafi ekki getið um öll söguleg örnefni,
þeirra atvika, sem sögurnar segja, því að örnefnalýsing vakti ekki
fyrir þeim sjerstaklega. Takist fyrirhuguð útgáfa vel í alla staði, er
þjóðinni skylt að styðja fyrirtækið með því að kaupa bækurnar, því
að frægasta þjóðarsómann ber hverju heimili að eiga. Og það getur
;glætt hjá mörgum þjóðernistilfinningu og ást á
»móðurmálinu góða,
mjúka og ríka«.