Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 33
Ölfusá. Margt er það og mikilfengt, er segja má um þetta mesta, merk- asta og dularfylsta vatnsfall landsins. Hjer verður því ekki öllu smalað, eða farið í fleiri leitir — svo teljandi sje — en þær, sem nafn þetta nær til, nú á dögum. Og þar verður skygnst um helst, er svo heitir: Áin, Landbrotið, Skeiðið, Árósinn, Rekaréttur, Ferjur. Áin. Ölfusá mun vera vatnsmesta á landsins. Og þó fáeinar aðrar sé lengri, á hún samt rætur að rekja í tvo miðlandsjöklana, Langa- jökul og Hofsjökul, í stærsta stöðuvatn landsins og tvö önnur minni, Þingvallavatn, Hvítár- og Apavatn. Að Ölfusá rennur vatn alt úr 7 hreppum (Grafningi, Þingvallasveit, Laugardal, Grímsnesi, Tungum, Ytra-Hreppi og Sandvíkurhreppi); meginhlutur vatns úr 4 hreppum (Ölfushreppi, Skeiðahreppi, Hraungerðishreppi og Eyrarbakkahreppi) og nokkuð úr hinum 12. (Gnúpverjahreppi). Samt má svo heita, að enginn regndropi renni í ána nema úr Árnessýslu, og þó ekki úr 4 hreppum sýslunnar (Villingaholtshreppi, Bæjarhreppi, Stokkseyrar- hreppi og Selvogshreppi). Þetta mikla vatnsfall heldur nú ekki aðalnafni sínu Ölfusá, lengra uppeftir en um 221/2 km., þar til Sogið kemur þvert úr Þing- vallavatni — um Álftavatn — í aðalána, sem þaðan frá heitir Hvitá, alt upp í Hvítárvatn. Þrjár ár nokkuð stórar auka mest á vatnsmagn Hvítár, Brúará og Tungufljót að norðan og Laxá að austan. Þrír hreppar ná til Ölfusár að austanverðu, Eyrarbakkahreppur, Sandvíkurhreppur og Hraungerðishreppur, en Ölfusið eitt að vestan og norðanverðu. Ölfusá er ekki mjög úr hófi breið á 2/3 að ofanverðu. í þrengslum rennur hún milli lágra kletta, suður frá Ingólfsfjalli, Þar var hengibrúin bygð 1891. Selfoss er neðan við brúna, eini fossinn í Ölfusá, og líkist þó meira hávaða en verulegum fossi.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.