Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 34
36 Hinsvegar eru fegri fossar í Soginu, og allir kannast við Gullfoss í Hvítá1). Kallaðarnes (Kaldaðar—) í Flóa er 7lU km. í hánorður frá Skúm- staðaþorpinu á Eyrarbakka, og liggur túnið norður að Ölfusá. Þar á móts við rennur áin nærri í vestur, út undir Arnarbæli í Ölfusi. En staður sá er 2 km. í útnorður frá Kallaðarnesi. Þarna á milli er áin 800—1000 metra á breidd. Frá þessum stöðum til sjávar fer áin að snarbeygjast til suðurs, og er svo lygn, að hún hleður undir sig sandi og jökulaur. Þar verða því eyrar og álar breytilegir. Hefur straum- þungi lagst á bakkana og brotið þá til beggja hliða, en þó miklu meira að austanverðu. í vestur og útsuður frá Arnarbæli eru eyjar margar í ánni, sumar stórar og notaðar til slægna. Allar eru þær nærri landi, og því ekki ólíklegt að þær hafi í fyrndinni verið land- fastar2). Nú er þarna heldur að grynnast, og sumir hólmarnir að stækka. Þegar fram dregur fyrir eyjar þessar breikkar árfarið ákaf- lega mikið. Með árvexti, flóðfylli og ísalögum, gefur þar að líta svo sem stærðar stöðuvatn, alt að 5 km. á breidd, frá Hamarendum austur að Straumnesi, og 6—7 km. á lengd, frá eyjum að Skeiði. Skeiðið er sandtangi mikill, sem skilur árlónið frá sjónum. En útfallið er mjótt, um 300 metra, fast við austurlandið, og stefnir til landsuðurs. Hverfur ósinn þegar frá dregur, og sést ekki nema á vissum stöðum. Ofantil við ósinn er flutt yfir ána frá Óseyrarnesi. Bærinn er um 600 metra austur frá ferjustaðnum, og 7 km. suður frá Arnarbæli. Landbrotið. Víst er um það, að Ölfusá hefur fyr á öldum verið miklu mjórri en nú að neðanverðu, og þá fær hafskipum, með sjávarflóði að minsta kosti. Hve lengi er óvíst, en sagnir benda þó fram á 1) Annað er þó undraverðara við Hvítá og dularfyllra. Hún hefur hvað eftir annað — með margra ára millibili — horfið úr farvegi sínum, á kafla, móts við Hestfjall i Grímsnesi. Vatnshvarfið hefur varað stundum saman, jafnvel dægur, og veit enginn hvað verður af vatninu. Sagnir eru til um þetta að minsta kosti frá árunum, 1594, 1702, 1829, 1864, 1913, -h og 1924 29/2. (Þ. Th.: Lýsing íslands I. 315. — Annálar og dagblöð). — Landsstjórnin, í samráði við náttúru- fræðinga, þarf framvegis að eiga vísa greinda menn, er við ána búa, til þess að fara upp með ánni, undir eins og breytingar verður vart, og sjá hvar hún byrjar. Og aðra menn til þess að athuga lægri vötn, nálæga hveri og uppsprettur. En láta ekki jafn fágætt náttúruviðbrigði ganga alveg úr greipum sér i næsta skifti, eins og að undanförnu. 2) Gamall maður hefur sagt mjer, eftir eldri mönnum, minnir mig, að í einni af eyjum þessum hafi verið gamlir götuslóðar, samhliða ánni, svo sem væru þeir leifar af umferð fornmanna eftir árbökkununi,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.