Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 37
39 hýsi. En þó hefur alt til þessa hjer af enginn skaði, sem merkilegur sje, orðið á lífi manna. Þó hafa oftlega hey af þessu vatni fordjarfast innan garða, eru og dæmi tíl, að þau hafa uppflotið innan garðs, og úr stað færst og sest annarstaðar, þá vatnið hefur niður hlaupið. .. . Það ber oft við, þegar þessi flóð koma, að í viku, hálfan mánuð, eður þrjár vikur, jafnvel mánuð, komast menn hvergi burt úr hverfinu á milli bæja nema so vilji til að frost komi so skarpt, að menn fái gengið eða riðið ís yfir þetta vatnsflóð®1)- En er þetta tilfært um sérstakar hjáleigur: Lambastaðahjáleiga. Kostir og ókostir sem áður segir á heimastaðnum, nema áin grefur sig ekki hér undir túnið og gengur hér þó enn meir að bænum«. Sama um Miðhús: .... »nema hér sýnist hættara bænum fyrir ánni«- Mosastaðir. »Kostir og ókostir sem á Lambastaðahjáleigu«2). Um eyði hjáleigur tvær er þetta sagt: »Magnús Fjós .... Þessi hjá- leiga var flutt undan ágangi árinnar hér um fyrir vel 20 árum suður fyrir túnið, og hét þá býlið Staðarborg, og varaði bygðin inn til næstu tveggja ára .... 1) Fyrir núverandi bygð í Kallaðarneshverfi er flóðhætta þessi að miklu fyrir- bygð. Nýlátni ábúandinn í Kallaðarnesi, Sigurður Olafsson fyrverandi sýslumaður bygði (nálægt aldamótunum 1900) öfluga flóðgarða á bökkunum þar sem mest var flæðihættan. Hann hefur og smám saman lagt 7 hjáleigur i eyði og sléttað yfir rústirnar. Eru nú 2 eftir, Kálfhagi og Hreiðurborg. Hvar þessar, nú ósýni- legu hjáleigur stóðu, er sagt greinilega í Sókarlýsing Guðmundar pr. Torfa- sonar í Kálfhaga 1839 (á Landsbókasafninu). í Kallaðarnesi er þá kirkja (lögð niður 1903) holdsveikra spítali og bygging reisuleg. Höfuðbólið i miðju hverfi, og hjáleigur í allar áttir, innantúns nema ein: Lambastaðir 300 faðma til norðurs, Valdastaðir 200 faðma í vestur og Móakot á miðri leið (þar bjó að lokum siðasti umboðsmaður spítalans Einar Ingimundarson dáinn 1907), Mið- hús 230 faðma frá Kallaðarnesi í landsuður (áður flutt), Kálfhagi 300 faðma í austur, Mosastaðir 100 faðma i landnorður og Magnúsfjós þar á miðri leið. Austast eru Höskuldsstaðir, 60 faðma frá Kálfhaga. Bæjarleið þaðan frá í land- norður er Kotferja út við ána. »Fylgir bær þessi nefndu hverfi« (og mun frá bygg- ing sameign við Kallanarnes, þó lengi hafi sérjörð verið talin — sbr. »Ferjur«). Áin braut líka og skemdi túnið á þessum stað 1709. Ennþá mikið ofar hefur áin (Hvítá) hlaupið úr farvegi á veturna, helst í Hraungerðishreppi, og kemst þá um 5 hreppa í Flóa, til dæmis 1737 komst vatnið austur fyrir Gaulverjabæ og út fyrir Laugardælir. Varð að fara á hestum í hús um túnin á sumum bæjum, og fénaður drapst inni á Reykjum. Urðu svo ærin ísalög á eftir. — 1788 30. janúar hljóp Hvítá með jakaburði svo mjög á ísabakka (nú Hvítárholt) í Ytri Hrepp, að bóndi þar, hreppstjóri Þórður Jónsson, varð að flýja vetrarlangt með fólk sitt, fénað og búslóð alla. (Bréfabók Árnessýslu). 2) »Kotungarnir« voru 10 á þessum 8 hjáleigum og máttu þó fremur teljast »gildir bændur«, því til samans höfðu þeir 64 kýr, 28 nautgripi aðra, 475 sauð- fjár og 64 hross. Heimabóndinn, séra Gísli Álfsson, hafði 19 kýr, 12 nautgripi 170 fjár og 17 hross. Og öll átti jörðin þá að bera 100 kýr, 600 fjár og 50 hross.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.