Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 40
42
kollana uppúr«. — Nefnd er enn Garðey og munu flest þessi örnefni
þekkjast ennþá. Stunga og torfrista spiltust mjög, eins og hagar alls
hverfisins. En kotatúnin lítið. Aftur urðu skemdir töluverðar á Egil-
stöðum. Og fyr eða síðar hafa brotnað árbakkarnir að utanverðu, enn
lengra uppeftir, bæði fyrir Auðholtslandi og Kirkjuferju. Einni öld fyr
en nú var sagt, 1706, eða fyrir rúmlega 220 árum, er þetta bókað
um Arnarbæli: »Tún og engjar brýtur Ölfusá árlega nokkuð. Engið
liggur alt undir sjávarflæðum, og verður það margoft að stórskaða.
Engjavegur mestallur á skipi að fara og þarf þó hesta við«.
Nú eru ekki orðnar í bygð nema 2 eða 3 hjáleigur við Arn-
arbæli og um 30 kýr til samans á allri jörðinni. 1706 voru ekki
bygðar nema 5 hjáleigur þar, og þó 55 kýr og kvígur samtals. Vafa-
laust enn fleiri nokkru áður, þvi þá — um 1686 — voru þarna um
10 hjáleigur.
Nokkru seinna á 18. öld var áin að klóra í bakkana, líka að
utanverðu. Skal þvi enn nefnt eitt dæmi. Með konungsbrjefi 1786
var skipað að leggja niður Reykjakirkju, en sóknin sæki að Arnar-
bæli. Ekki var þó hróflað við sókn eða kirkju næstu 3 árin1), því
sóknarmenn vildu það ekki. Biðja þeir þá (1789) konung leyfis að
kirkja þeirra fái að vera í friði. Og færa það til meðal annars —
ásamt sönnunarvottorði frá Arnarbælissóknarmönnum — að siðan
samsteypan var ákveðin, hafi Ölfusá brotið bakka þar sem lá
vegur Reykjasóknamanna heim að Arnarbæli. Auk þess hafi áin
borið ís og flætt inn í Ölfusið tvö árin siðustu, meira en elstu
menn muna, svo oft geti orðið ófær vegur milli sóknanna. — Kon-
ungur veitti þeim bænheyrslu árið eftir.
Skeiðið.
Oftast er nefnt einu nafni Skeiði eða Sandskeiði, svæðið alt,
eyrartanginn mikli milli árlóns og sjávar. Nær það sjávarmegin frá
árósum vestur í Skötubót — og er á 10. km. — þangað sem ströndin
snarbeygist til suðuráttar, en spölkorn er eftir að Þorlákshöfn. Að
norðanverðu, vestur með árlóni, er Skeiðið mikið styttra — á 6. km. —
að Hamarendum. Þaðan, þvert til sjávar er 1,7 km.; en svo bráð-
mjókkar skeiðið austur undir miðju, og er þar um 400 metrar. Breikk-
ar þá ögn aftur, um Miðöldu, og endar með mjóum eyrarodda, sem
heitir Óseyri.
Þó skeiðið sé að mestu úr sandi bygt, er það nógu þykkur og
1) Kirkja var á Reykjum þar til hún og Arnarbæliskirkja voru sameinaðar
á Kotströnd 1909.