Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 41
43 býsna traustur flóðgarður. Áin og sjórinn hafa gert í félagi þennan »granna sættir«. Hún hefur verið meiri aflakló — og sér ekki enn þreytumerki á henni, eftir hvíldarlaust erfiði nm þúsundir ára — við aðfærslu jökulleðju, foksands, jarðbakka og ísfastra steina. Hann spyrnir móti, skvettir sér oftar upp og hendir hærra upp á flóðgarð- garðinn. Hefur þó tæplega við, og verður heldur að láta undan síga. Ekki hallast byggingin af fláaleysi, lekur né grefur undan. Mun heldur breiðka og grynnast til beggja hliða. Vegna þessarar sífeldu samvinnu — eða andspyrnu — ár og sjávar, á þessu langa svæði, má vel skilja að breyzt hafi árósinn og færst úr stað. Hefur Brynjólfur Jónsson fært likur fyrir því í Árbók Fornleifafélagsins 1903, bls. 52. Og vil eg nú styðja þær með enn fleirri líkindum. Árósinn. Sumir halda að Ölfusá hafi runnið nær því beint til sjávar frá Kallaðarnesi, við Hamarenda — vestast um árlónið, eins og það er nú — og ósinn verið út í Skötubót (Jón Árnason, Þoriáksshöfn). Ekki verður fullyrt, að þetta sé ómögulegt. Hitt þykir mér þó líklegra, bæði sökum landslags og fleira, er síðar kemur til álita, að síðan um land- nám að minsta kosti, hafi ósinn ekki verið vestar en nálægt miðju Skeiði, og fyrir vestan Miðöldu. Sandrifið frá árósnum þá, alt að Hamarenda eða Skötubót sennilega, hefur verið kallað Vikarsskeið.1) Nú er þessi hluti Skeiðsins nefndur Hafnarskeið eða Þorlákshafnar- skeið, en Hraunsskeið sá er austar liggur. 1) Svo er nafnið ritað í Landnámu frá 1891, bls. 83, og í Harðarsögu (19. kap., en ranglega talið þar við Þjórsá). í nýjustu útgáfu Landnámu (1925, bls. 64) er ritað Víkarsskeið, og i Laxdælu (5. kap.) Vikrarskeið. Nafnið er því vafasamt, og merking þess óþekt. Kemur það upp i fyrstu þar sem Auður djúpauðga brýt- ur skip sitt hér í lendingu. Mætti því máske geta til, að hún sé nafngjafinn. — Minna var tilefni nafngjafa hennar í Dölum (Kambsnes, Dögurðarnes), og eðli- legt að þau héldust betur í minni niðja hennar, þar sem þeir ólust upp og sáu til. Sennilega hefur Auður ætlað í fyrstu að byggja í Ölfusinu, með ráði Ingólfs, og ætlað að sigla í kjölfar hans, en borið of vestarlega að árósnum. Aðkoman varð köld, og allur forði ónýttist. Varð því að flýja þaðan — máske fyrst til Ingólfs, á leið til Helga. Nú mátti fleira en eitt verða til nafngjafar. Maður sá (eða jafnvel hestur), sem fyrstur rann skeiðið til þess að leita hjálpar og manna- bygða — meðan skipbrotsmenn skýldu sjer með rekaldinu — gat heitið Vikarr, eins og konungur einn, er var forfaðir Auðar (Fornbréfasafn I., bls. 532). Eða sá, er á laun annaðist skipssmíðina, og væri skipið þvi kallað Vikarsskeió í við- lögum. Sumir ætla að vikurhrönn valdi nafni, og væri V/frrnskeið. Vikurhrönn er þó óliklegri við Ölfusá en Þjórsá, eða þar í nánd.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.