Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 42
44
Þrent er til ólíkinda um það, að árósinn á fyrri öldum væri svo
austarlega sem nú:
1. Þess er getið í Biskupasögum (I., bls. 388), líklega snemma á
13. öld, að maður á Drepstokki tœki hest »ok riði út til óss«. — Nú
mun áin komin fast að því bæjarstæði, en sjórinn búinn að skola því
burt. Og svo var komið langt 1708 (Jarðabók): »Sá bær hefur flutt-
ur verið framan af sandinum fyrir sjóargangi og því eytt það forna
bæjarstæði og túnstæði alt«.
2. Fyrir vestan Miðöldu — og sunnan Hamarenda — eru enn í
dag landamerkin milli Hrauns í Ölfusi og Þorlákshafnar. Varla getur
annað verið, en að Þorlákshöfn — svo stórri jörð sem hún er enn —
hafi í fyrstu verið tekið land og rekaréttur alveg austur að árósi.
Nú gilda þar við sjóinn fjallamið, og hafa þau verið tekin eftir að
ósinn fór að færast til. — Eins og er við Þjórsá. Fljótshólar eiga nú
mörg hundruð metra fjöru fyrir austan ána. Árnar báðar hafa skert
mjög Eyrarbakka, hvor á sínum enda.
3. Þó stórbýlið Drepstokkur verði tæplega talið með landnáms-
jörðum, hlaut það að eiga mikið land, og einhversstaðar hlaut það
að vera, en nú er sárlítið eftir af þvi. Land þeirrar jarðar hefur legið
út að árósi, þvi að við ósinn átti hún selaveiði. — Einarshöfn gamla
var mjög skamt frá að austanverðu, og Nes að norðvestan verðu, en
það mun aldrei hafa átt land að sjó, fyr en það hirti rytjuna af Ref-
stokki (Rekstokki), það er Drepstokki hinum forna. Þar bjó sá Herj-
ólfur, sem 985 flutti til Grænlands, og nam þar Herjólfsnes.
Útfallsbreytingin hlýtur að hafa tekið langan tíma, og orðið senni-
lega smátt og smátt á 13. og 14. öld. Við þá breyting hefur Drep-
stokkur mist mest af bezta landi sínu, tún og vallendisflatir (ef til
vill »eins og á gull sæi« af fíflum og sóley, svo sem lýst er flötun-
um hjá gömlu Einarshöfn á dögum Ögmundar biskups). Það var
mikil skerðing fyrir Eyrarbakka, þegar kvísl úr ánni náði í aðra út-
rás eða braut sig fram í sjó nálægt Drepstokki, og þó að vonum
nokkuð vestar en útfallið er nú. Það mun síga hægt og hægt aust-
ur á bóginn. Þá kom upp rjettnefnið: Skerðingarhólmur. Langur hefur
hann verið til austurs og vesturs milli árkvíslanna, en varla breiður
milli lóns og sjávar. Og úr því gat naumast verið þar svo mikið
graslendi, að þar bygðist nokkru sinni bær eða væri lífvænleg bú-
jörð: »Gaard«, sem Kaalund nefnir (Hist. top. Beskr. af Island).
Hugsanlegra væri smákot eða búðsetufólk, og þá helzt til þess að
vakta reka fyrir Skálholtsstól — en þar finn eg engar aðrar líkur
fyrir. Hólmur þessi er fyrir mörgum öldum orðinn samfastur Skeið-
inu, og hefur ekki á síðustu öldum borið annan gróður teljandi en