Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 46
48
þrátt fyrir kirkjujarða söluna miklu,1) en tapaði þá (1787) rekanum í
Þorlákshöfn og á Eyrarbakka (1790).
Enn þá er eftir lokaþátturinn í Hraunsreka-leikriti. Biskupinn
kemur þá auðvitað ekki lengur á sjónarsvið, og ekki einusinni bónd-
inn í Skálholti, heldur presturinn í Arnarbæli (Jón Matthíassen). Hann
lendir í máli við bóndann á Hrauni (Magnús, son Magnúsar Beinteins-
sonar í Þorlákshöfn). Sýslumaður (Páll Melsted) dæmir í því máli
UU 1839 svoleiðis, að Hraun skuli eiga 5 álna trje og styttri, en
Arnarbæli 'U af lengri' trjám — óköntuðum. Þrætan var víst mest
um 5—6 álna trén, og var von til að eigandi Hrauns vildi hafa þau,
því svo hafði lengi verið. Þannig hafði t. d. Jón biskup Vídalin leyft
Brynjólfi Jónssyni lögréttumanni á Hrauni, að hirða þau tré, er voru
»6 álnir milli losa«.2) Magnús Magnússon hleypti málinu til hæsta-
réttar, og vann þar alt að 6 álna trjám. Eftir það keypti Magnús
Magnússon rekarétt Skálholtskirkju á Hraunsskeiði, og fylgir hann
Hraunseigninni síðan. — Virtur síðar 300 krónur.
Rekinn á Skeiði var engin óvera í rekasælum árum, jafnvel lengst
fram á 19. öld. Skift var tvisvar á vori sum árin. Við önnur skiftin
eitt vorið — 13/6 1632 — komu í hlut Arnarbælis af Hraunsskeiði 17
tré og trjábútar sagaðir til skifta, samtals 80 álnir; en talsvert minna
fyrir vestan Miðöldu. Sum trén voru yfir alin ummáls og hið lengsta
16 álnir. í þetta sinn hefur hlutur Skálholtsstóls á Skeiðinu einu og
öllu, varla verið að mun styttri en 400 álnir.
Á fyrstu árum Jóns Árnasonar hreppstjóra i Þorlákshöfn (um
1863), bygði hann stórt timburhús til íbúðar. Qrunninn hlóð hann
áhyggjulaus, og treysti spakmælinu: »Tóftin aflar trjánna«. Að grunn-
inum fullgerðum gekk Jón á reka sína, og lét þá þegar flytja þaðan
nóga viði í húsgrindina. Enda hafði þá mjög nýlega rekið rúm 30 tré
köntuð, 2—32 álnir á lengd. (Sögn Gríms, sonar Jóns).
Ferjur.
Líkur eru helst til þess, að fyrsti ferjustaðurinn á Ölfusá hafi
verið að landi Kallaðarness, frá Ferju i Ölfusi, er síðar fjekk viðbót-
1) í Árnessýslu einni voru seldar 208 stólsjarðir, árin 1787, '90, ’91 '95, og
2 síðar (Jarðatal Johnsens).
2) Bréfabók Jóns Vídalíns 1717. Biskup fær þá Brynjólfi Jónssyni umboð
yfir öllum reka, bæði á Hrauns- og Hafnarskeiði. Brynjólfur Jónsson var merkis-
maður, handgenginn biskupi Jóni Vídalín, og Jóni Árnasyní og trúnaðarmaður
þeirra við útgerð og í mörgum fjárreiðum, lika með í ráðum og til aðstoðar
aðalráðsmanni stólsins (Þórði frá Háfi). Lögréttumaður var hann, fyrsta sinn á
alþingi 1695. — Mörg bréf til Brynjólfs Jónssonar eru í bréfabókum biskupanna.