Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 53
55 Meðan útgerðin var mikil (yfir 30 róðraskip) í Þorlákshöfn og Jón bóndi Árnason verzlaði þar, var svo mikið að flytja á lest- um, að 2 skip fjórróin og 8 karlmenn þuríti til flutninga. Þetta var síðla á 19. öld, og Iíkt hefur oftar verið. En breyzt hefur þetta mikið á síðari árum. Árið 1898 fóru ferjubændur í Óseyrarnesi fram á það við sýslu- nefnd, að þeim yrði veittur styrkur til ferjuhalds, eða að þeir yrðu losaðir við lögferjuna að öðrum kosti. Þar væri þá orðið lítið að hafa nema kostnað, erfiði og ónæði, síðan brúin kom á Ölfusá. Nefndin sá ekki fært að veita styrk, og því síður að leysa lögbönd af ferju- staðnum. En hún lagði til, að ferjutollar yrðu hækkaðir um lU, frá því sem þá var. Amtmaður samþykti þetta, og hækkaði ferjutollurinn í Óseyrarnesi um lU, frá ákvæði ferjulaga 1855, 1. sept. 189S. (Bréfa- bók Árnessýslu). Nokkru síðar voru ferjulögin endursamin (17/ð 1907 Stjórnartíðindi), og þá ennfrekar þröngvað kosti ferjumanna: »Sól skal sumri ráða en dagur vetri«. Það er ólíkt ferjumáldaganum í Kallaðarnesi frá kl. 6 til 6. Ferjutollar gerðir hlægilega lágir, fyrir 1 mann 25 a., tvo 20 a., fleiri 15 a., hestur skiplagður 1,25, kýr 1 kr., kind 8 a., lamb 5 a. Hestur á eftir 5 a., klyfjar af einum hesti 25 a., fleiri 20 a., NB. Ekkert fyrir mann eða menn ef þeir borguðu a. m. k. heila 25 a. fyrir eitthvað annað. Ekki var þó dregið úr skyldunni um skipakost góðan og ferjumenn viðlátna. Ef ferðamaður beið hálfa klukkustund, þurfti hann ekkert að borga flutninginn. En í Kallaðarnesi var ferju- maður vítalaus í 3 klukkustundir. Eyrarbakkahreppur keypti Óseyrarnesið 1906, og var ekki ánægð- ur með ferjulögin fremur en sjálfseignarbóndinn. (Sjá bréfabók Ár- nesýslu 1908, nr. 644). Nú er að vísu hærri tollur (1 kr. fyrir mann) en lögferjan í Óseyrarnesi samt hvað þyngstur ómagi, sökum mann- fæðar og »lesta«-leysis. Kotferja er liðuga 3V2 km. austur frá Kallaðarnesi og rétt við ána að sunnanverðu, (Þaðan er Kirkjuferja, hátt á annan km. i út- norður en á 5, km. upp að brúnni). Áin er þar breið alt að 1 km., og hefur brotið sig heim að túninu. Ferja þessi er næst Kallaðarnesi og hefur því dregið að sér mikinn flutning þaðan í fyrstu. Þó maður viti nú ekki um lögferju þar, fyr en síðla á 17. öld, þá má telja líklegt, ef ekki víst, að hálfri annari öld áður, hafi þarna verið orðin betri og fjölfarnari ferja. Bendir til þess meðal annars það, að höfuðsmaður sjálfur, Diðrik van Mynden fer yfir ána 1539 á Kotferju, en ekki Kallaðarnesferju. — Meira dreifðist hann samt á fjarlægari ferjustaðina á síðustu öldum. Hér var þó lögferja og fluttir bæði lausir menn og lestir þar til

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.