Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 59
61 22. Borgarhólar. ‘ 8. Þorlákshver. 34. Smiðjuhólar. 23. Undapollur. 29. Bolhaus. 35. Torfabrún, 24. Torfholt. 30. Stekkjatún. 36. Langasund. 25. Flatabrún. 31. Sléttur. 37. Helgu-Systur. 26 Hestaklettur. 32. Litli-Hver. 38. Söðulhóll. 27. Þengilseyri. 33. Skyrvað. Skrá um örnefni á uppdrætti II. 1. íragerði. 7. Þorláksbúð 12. Kyndluteigur. 2. Brekkutún, 8. Kirkjukinn. 13. Kyndluhóll. 3. Þórureitur. 9. Fjósakelda. 14. Þorláksbrunnur. 4. Fagurhóll. 10. Staupasteinn, 15. Kringla. 5. Biskupatraðir. 11. Varðabrunnur. 16. Draugadý. 6. Virkishóll. Skýringar og athugasemdir. a) Við uppdrátt I. 1. Réttarholt er allstórt og sumstaðar nærri því sundur skorið af mýravikum. Þar vottar enn fyrir fjárréttarbroti. 2. Mosar nefníst einu nafni allstór áveita meðfram Brúará. Ná þeir frá Réttarholti að Þorlákshver. Áveita þessi greinist í sjö slægjuskákar, en erfitt er þar yfirferðar sakir flóða, sem kvísl- ast um alla Mosa. 3. Reykjanesbakki. Svo er austurbakki Brúarár venjulega nefndur, suðaustur af bænum Reykjanesi, hinum megin Brúarár, beint vestur af Þorlákshver. 4. Baulubakka hefir sá, er þetta ritar, heyrt nefndan austurbakka Brúarár fyrir suðvestan Reykjanesbakka. 5. Folaldavað er nú orðið rangnefni, því að alstaðar er Brúará sundvatn á þessum stöðum. En ástæðulaust er að efast um, að hún hafi einhvern- tíma verið reið þarna, því að áin breytir sér oft, og nýjar eyrar myndast og hverfa á víxl. 10. Hjarðarneshólmi. Nafn þetta bendir til þess, að syðsti oddi Skálholtstungu hafi heitið Hjarðarnes, þótt eigi sé það nafn nú kunnugt. 11. Digra-Sigga er klettabelti nyrst í Skálholtslandi. Mætast þar landareignir Skálholts, Hrosshaga og Spóastaða. — 12. Skyrvaðskelda ræður landamerkjum milli jarðanna Skálholts og Hrosshaga, sem eitt sinn var ekki annað en hrossbeitiland frá staðnum, eins og nafnið segir til um.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.