Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 1
Bólstaður við Álftafjörð.
Skýrsla um rannsókn 1931.
Það er almennt viðurkennt, að Eyrbyggja, þ. e. »saga Þórsnes-
inga, Eyrbyggja ok Álptfirðinga«, svo sem hún nefnir sig sjálf að
sögulokum, er að flestu mjög ábyggileg, og því hafa menn veitt sér-
staka athygli, að tilgreiningar hennar um staðháttu og örnefni eru
venjulega réttar, koma heim við það, sem sjá má enn í dag. Er þetta
álit þeirra, er bezt hafa gefið söguna út, Guðbrands Vigfússonar
(1864) og Hugo Gerings (1897), og þeirra, er sérstaklega hafa rann-
sakað staðháttu á sögusvæðinu, Jónasar Hallgrímssonar (1840—41;
óprentað), Árna Thorlaciusar (í Safni til sögu íslands, II., 277—298),
Kr. Kálunds (í Isl. Beskriv., I., 410 o. s. frv.), Sigurðar Vigfússonar
(Árb. 1882, bls. 93—105, Árb. 1888—92, bls. 5—29, og Árb. 1893,
bls. 18—23), Brynjólfs Jónssonar (Árb. 1897, bls. 12—14, og Árb.
1900, bls. 9—16) og Þorleifs Jóhannessonar (Árb. 1925—26, bls. 43
—48). Að sönnu finnst nú ekki allt með þeim ummerkjum, er sagan
lýsir, svo sem dómhringurinn og »Þórs steinn« á þingstað Þórsnes-
þings, haugar Bjarnar austræna við Borgarlæk og Þórólfs Mostrar-
skeggs »í Haugsnesi, út frá Hofstöðum«, eða merki garðs þess, er
Arnkell goði lét leggja um þveran Bægifótshöfða fyrir ofan dys Þór-
ólfs föður síns. En allt kann þetta að hafa sézt, þegar sagan var
færð í letur, svo að ekki má kasta rýrð á trúverðugleika hennar af
þessum sökum. — Flestum munu þykja frásagnirnar um Fróðár-
undrin stinga mjög i stúf að þessu leyti við annað í sögunni. Þó eru
þær frásagnir engu ótrúlegri en ýmsar aðrar sagnir um svipuð fyrir-
brigði á fyrri og síðari öldum, og jafnvel nú á tímum. Og þess ætti
að mega vænta, að þeir trúi slíkum fornum kynjasögum, er nú trúa
hinum nýju, og það jafnvel þótt þeir hafi aldrei sjálfir séð nein
þess konar undur eða fyrirbrigði.
Hér verður nú sagt nokkuð frá rannsókn á bæjarrústum Arnkels
goða á Bólstað. Hefir áður verið skýrt frá þeim rústum fjórum sinn-
1