Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 3
3 liggja í eyði um langan aldur, og hefir sá, er þessa skýrslu gaf, engan veginn gefið í skyn, að Bólstaður hafi nokkru sinni verið hjá- leiga frá Úlfarsfelli ')• — Það skal og tekið fram strax, að ekkert kom í ljós við rannsóknina, er benti til þess, að þarna hefði verið hjáleigu- bær á miðöldunum (1200—1700). — Fyrirfram benti allt til þess, að hér væri að ræða um bæjarrústir frá söguöldinni, bæjarrústir einnar af merkustu söguhetjum landsins á 10. öld, Arnkels goða Þórólfssonar, en hann er talinn veginn 993. Eins og þeir Sigurður Vigfússon og Brynjúlfur Jónsson höfðu tekið fram í greinum sínum, var hér um tvennar tóftaleifar að ræða. En raunar voru hinar syðri svo óglöggar nú, að þar vottaði alls ekki fyrir veggjum. Hinar nyrðri voru eins og Sigurður hafði tekið fram. Þær voru rannsakaðar fyrst, og voru menn fengnir úr Stykkis- hólmi til að grafa, 22. Júlí. Unnu þeir að því 3 stundir þann dag, og allan næsta dag, að taka jarðveg af, allt að gólfi eða grjóti, þar sem það varð fyrir. Seinni daginn unnu þó nokkrir þeirra síðast að því, að veita Úlfarsá frá tóftaleifunum, og sumir byrjuðu þá að taka jarð- veg ofan-af syðri tóftaleifunum. Næsta morgun unnu þeir enn að því nokkrar stundir, en þá varð að hætta vinnu sakir óhagstæðs veðurs. Varð þá hlé á greftinum og næstu dögum varið til að athuga ýmsar aðrar fornleifar og sögustaði í Helgafellssveit. Mánudaginn 27. Júlí héldum við 3 áfram rannsókn nyrðri tóftaleifanna, aðallega syðri hluta þeirra. Voru þeir með mér Hjörtur Björnsson, tréskeri og gipsari, frá Reykjavík, og Þorleifur Jóhannesson, úr Stykkishólmi. Næsta dag (þrd. 28.) rannsakaði ég við annan mann nyrðri hlutann. Við þessa rannsókn kom í ljós að syðri hlutinn var að innanmáli 7X3 m., og sneri, svo sem tóftaleifarnar höfðu borið vitni um áð- ur, frá suðri til norðurs; hafði að eins örlitla frávikning til norð- austurs og suðvesturs. Gólfs varð vart um V2—V* m. frá yfirborði, sem allt var komið í stórgert þýfi. Öskudrefjar og kolamylnsa báru vott um gólfið, en gólfskán var uppleyst og ekki glögg. Gólfsins varð þó ekki vart utan-til í húsinu; virðast þar hafa verið flet. Grjót var nokkurt við vesturhlið, steinar á rönd, þar sem frambrúnin virtist hafa verið á fleti þeim megin. Við austurhlið, innarlega, 2—2xk m. frá suðurgafli, var eldstæði, úti við vegginn; var þar mikil aska og hellur í gólfinu umhverfis, flatar. í suðvesturhorni sást stoðarsteinn á gólfi, og annar utan-við eldstæðið. Innan-við suðurgafl var allmikið 1) Kálund hefir liklega tekið nokkuð tillit til ummæla Árna Thorlaciusar (Safn II, 280), og Árni byggt helzti mikið á orðalaginu i Jarðatali J. John- sens, bls. 156. 1*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.