Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 10
10
var sett hella; var það bil þar. fram af feluholunni, á ská, 25 cm. á
breidd. Hlóðarhellurnar voru á rönd, en höfðu farið dálítið úr lagi;
■bilið milli þeirra virtist hafa verið um 35—40 cm. Hin syðri var mjög
þunn og öll miklu minni en hin nyrðri, og steinninn milli þeirra var
ferstrendur, dálítið flatur. — Vestan-við hlóðirnar var hella í gólfinu,
komin mjög á ská, sigin niður að vestanverðu, og úti á gólfinu miðju
var önnur hella, en 3. er nyrzt, lagleg og regluleg, ferhyrnd og ílöng.
Vottaði ekki fyrir gólfskán norðan-við hana og kann að hafa verið
flet þar um þvert húsið. — Vesturveggurinn við þetta afhýsi (soð-
húsið) var enn um 1 m. að hæð, á þúfnakollana, frá upphaflegu gólfi,
en 35 cm. í gjótum milli þúfna. Austan-við feluholuna var mikil aska,
um 15 cm. hærri en botninn eða gólfið í henni og hlóðunum, og um
gólfið voru öskudrefjar í óreglulegum hring umhverfis helluna, sem
var í miðju, út frá stónni.
Við rannsókn þessara bæjarleifa fundust nokkrir gripir, auk stein-
kolunnar eða bollasteinsins, er áður var getið. í suðurhúsinu fannst
6. mynd. Hnífkuti (mathnífur).
hnífkuti í öskunni við eldstæðið þar á gólfinu, austan við hellurnar og
3 lítil járnbrot fundust einnig í því húsi. Hnífkutinn hefir sennilega verið
mathnífur. Hann hafði verið eyddur og örslitinn, er hann týndist í ösk-
una, og var svo gagnbrunninn af riði, að hann toldi ekki saman. Lengd-
in er 11,5 cm. alls og eru leifarnar af skaftinu 7,3. Blaðið er nú bogið
og er sem þrístrendur broddur, br. 0,5 cm. Skaftið er úr tré; hefir
tanginn gengið í gegnum það og verið hnoð á endanum. Upp á skaft-
ið hefir fremst gengið hólkur úr tini, og virðist hann hafa gengið í 3
odda upp á það, 2,6 cm. á hæð alls, en lítið eitt ofar hefir verið
vafið silfurvír um skaftið, 4—5 sinnum. Ryðþrungnar tréleifar eru
eftir af skaftinu. Smábrýni með gati á öðrum enda fannst á miðju
gólfinu, vesturundan eldstæðinu;
það er 7,4 cm. að lengd, 1,5—1,8
að breidd og 0,1 —0,8 að þykkt.
Það er hein. — í norðurhúsinu
fannst allstór, ferstrendur steinn,
7. mynd. Smábrýni. sem p,efir Verið notaður til að
brýna á. Hann er 21,2 cm. að lengd, 4,5—5,3 að þykkt, og 5,3—6,7
að breidd, — gildari í annan endann, gráleitur; þyngd 1944 gr.;