Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 18
18 Að lokinni rannsókn á gólfinu var þetta eldstæði rannsakað nánar. Kom þá í ljós, að það hafði í fyrstu verið gert þannig, að helluröð hefir þar verið lögð á miðju gólfi og settar smáhellur á rönd beggja vegna við, og sömuleiðis fyrir suðurenda, að minnsta kosti; norður- enda virtist hafa verið raskað, en lengdin hafði þó verið 1 ‘/a m. Síð- ar hafði þetta upprunalega eldstæði fyllzt af ösku og kolamylsnu og farið í kaf, og höfðu þá verið lagðir stærri steinar beggja vegna og eldstæðið stækkað, gert um m. að lengd og um 80 cm. að breidd, en verið í fyrstu V2 m. alls að breidd, eða 40 cm. milli hellnanna, sem stóðu á rönd. Um 1 m. fyrir sunnan suðurenda þessa eldstæðis fyrir langeldinn var annað eldstæði á gólfinu, heldur nær austurveggnum. Var það með steinum um og hellum hjá, er virtust hafa verið hafðar þar til að fela með eða leggja yfir eldinn. Rauðleit, gulleit og svört aska var í eldstæðinu. Eldstæði þetta, með öllum tilheyrandi steinum og hellum umhverfis, var um 1 m. að þverm. Áfast við það að norð- vestanverðu, og í sambandi við það, var annað eldstæði dálítið minna, eða líklega öllu heldur seyðir til að baka í; voru nokkrir steinar umhverfis hann, en ekki voru i honum smásteinar eða möl, svo sem var í tveim seyðum, er fundust við rannsóknirnar á Berg- þórshvoli. í suðurenda, nokkru vestar en um miðju og að sumu leyti dálítið utar en innri hlið gaflhlaðsins, var lítil viðarkolahrúga á gólfinu. Voru kolin fremur smágerð birkikol. Voru þau flutt til Þjóðminjasafnsins, ásamt ýmsum hlutum og steinum, er fundust við þessa rannsókn og enn skal skýrt nánar frá. Á víð og dreif fundust hleðslusteinar og hellublöð í moldinni, sums staðar voru svo sem samankastaðar grjóthrúgur. Hefir þetta grjót verið áður í og á veggjunum, en verið fleygt til, er bærinn var rif- inn, og kastazt og borizt til, er veggirnir féllu í rústir. Var margt af þessu grjóti fært út-fyrir við rannsóknina og er ekki sýnt á með- fylgjandi uppdrætti. Veggirnir hafa verið hlaðnir að mestu leyti úr hnausum eða kökkum, en að nokkru leyti með grjóti. Þó var hvergi steinalag neðst, en verið getur að ofar í veggjunum hafi verið 2—3 lög af grjóti, eftir lausagrjótinu að dæma; hvergi kom hleðsla glögg- lega fram, nema að því leyti, að sjá mátti, hvar verið hafði gólf og hvar það og veggir höfðu mætzt. — Stoðarhellur sáust, að því er helzt virtist, á nokkrum stöðum, en óvíða og ekki með reglulegu skipu- lagi eða þeirri vissu, að ákveðin yrði eftir þeim fjöldi stoða og stoðasetning yfirleitt. Hafa stoðirnar staðið á undirstokkum (syllu- stokkum), en ekki á stoðarsteinum einum, enda var það nauðsynlegt

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.