Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 19
19
og sjálfsagt í svo miklu húsi, og vafalaust hafa hér verið bæði út-
stafir og innstafir, sem ræfurviðir og þak hefir hvílt á. — Þykkt
veggjanna varð ekki ákveðin með vissu, en hefir sennilega verið um
l‘/2 m. neðst og dálítið minni efst.
Við rannsókn þessa húss fundust allmargir (65—70) hlutir, sem
voru hirtir og hafðir með til Þjóðminjasafnsins; flestir voru þeir úr
steini og járni. Norð-
vestan-við steinskálina
í norðurendanum var
lítill járnteinn, brot; það
er 3,9 cm. að lengd og
um 0,7 að þverm. nokk- 13. mynd. Hnifblað.
urn veginn sívalt. —
Austan-við miðja helluröðina suður frá skálinni fannst járnrunninn,
mjög eygður steinn; um 6—8 cm., þyngd 224 gr. — Biksteins-
moli, svartur, fannst austan-við skálina; þyngd 41 gr. Rétt við eld-
stæðið, sem var á miðju gólfi í suðurendanum, fannst, auk eldtinnu-
um áður (og voru 20 gr. og 610 gr. að
þyngd), tvö brot úr járni, litlar þynnur
(2X3 cm. og ca. 5 að þverm.), og er nagli
í hinni minni. Um 1 m. norðar voru 2
smábrot af brunnu beini, fótlegg úr sauð-
kind; lengd 1,7 og 2,7 cm. Um miðbik
hússins, vestan-til, fundust 7—8 járnbrot
litií, og virðist hið stærsta þeirra vera Iítið
hnífblað með tanga; lengd 9,4 cm.; breidd
sjálfs blaðsins 1,1 cm. mest. Tvö af brot-
unum eru þynnur og tvö eru teinar eða
naglar. Enn fremur var þar nálægt í gólf-
inu lítill blágrýtisteinn, sem kann að hafa
verið borinn inn til að nota hann; hann
er beinn og vel lagaður, 1. 13,3 cm., br. 3,
og þykkt 1,2—2, ferstrendur, fletir sléttir
og brúnir hvassar. Yzt í suðurenda fannst
á gólfinu eins konar pálblað eða gref úr
járni, með fornri gerð. Það er 14,3 að lengd
og 8 að breidd. Hefir beygzt um flatan skaftenda (breidd um 6,5),
og sprungið nokkuð neðst, er það var beygt. Áður hefir fundizt hér
á landi eitt gref með sömu gerð, nr. 271 í Þjóðminjasafninu, en það
er þó nokkuð breiðara en þetta. — í suðurhluta hússins fundust á
við og dreif nokkrir steinar, alls 13, sem voru með gati og virðast
2*
molanna, sem getið var
14. mynd. Grefblað.