Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 30
30 en flatneskjan í kring, Hvolsvöllur, Hofsvöllur og Fjósaflöt (ekki Kúa- flöt, 29). Hann hefir ljósast löngu fyrir landnám verið gróinn upp í topp, með alþykkri torfu, eins og enn er að sunnanverðu á honum,. en fyrir nokkru er nú blásin upp þúfan af kolli hans. Blásinn var hann, þá er ég man fyrst til, að norðan; var þar og bakkabrot, og hafði Rangá brotið klöppina neðan frá og nær upp til miðs um 1870, því að nokkuð af ánni rann þá, og lengur, undir honum. Síðan hefir klöppin brotnað hærra. Að slíkur hóll hafi nokkru sinni verið kallaður »Holt«, það þekki ég ekki. Þar álít ég ekki verið hafi Holtsvað, þó áferðarfagurt kunni að þykja; enda er ekki nefnt, að hestaatið hafr verið að Holtsvaði. Um annað holt er þarna ekki að tala heldur, og Ijósast hefir þarna aldrei áfangastaður verið, enda hefði hann ekki verið heppilegur. Þar eru beggja megin ár dýjavætlur, sem árlega drepa fé og stundum hross. Að sönnu er vallendishvammur norður frá Velli, suðvestan-við Hestaþingshól, kallaður Fagridalur. Þar var fyrrum mótak Vallhverfinga og Árgilsstaðamanna. Nú taka allir mó í Norðurnesi, suðvestur af hólnum, því að mór er ekki talinn lengur til í Fagradal. — Bakkavallarnes (24) þekkist ekki, en Bakkavallarflatir voru suður af honum, uppi á brúninni. Á þessari leið tel ég að vísu ferðamannaveginn austan-að til Þingskála og Þingvalla, ekki um Nón-holt og Spámannsstaða-holt (25—26), heldur vestan-í TVónhól og um Spámanns-staði. — Nónhóll var dagsmark frá Litla-Reyðarvatni; hann eyðilagðist árið 1812. Akurgarðar eru nær miðja vega milli Minna-Hofs og Stokka- lækjar, og tilheyra Stokkalæk. Þeir liggja sunnan í móti, í brekkunni niður að læknum, gagnvart Hestaþingshól. Hef ég haldið þá hafa fengið nafn sitt af staðháttum (smálækjum, dýjavætlum og grasgefn- um blettum, ásamt sólfegurð). Misminni ætla ég, að þar hafi sézt garðlag um (30); ekki hefir það verið þar svo ég muni eða viti til, og ekkert hefir blásið þar heldur. — Ég minnist þess nú ekki, að Brynjúlfur Jónssonar, sem vissi af Akurgörðum, hafi um þá skrifað; myndi þó svo hafa gert, ef akurlegt hefði þótt. — Ekki heldur Björn M. Ólsen, er hann ritaði um slik örnefni. 3. Býli um Þríhyrning. Allmikið hefir verið ritað um byggð umhverfis Þríhyrning, veg- inn um hann út á Rangárvelli o. s. frv. í Árb. Fornl.fél. 1928 er gert ráð fyrir þeim vegi einungis norðan- og austan-við fjallið (33, 35—36), með einni undantekningu (30), þ. e. þegar Gunnar á Hlíðarenda reið til Hofsvaðs í fyrirsát þeirra Otkels, austan frá Dal (k. 54).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.